Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 15

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 15
eimreiðin HÆTTULEGT ÖNGÞVEITI 231 skoðun verður ofan á í kalda stríðinu. Atburðirnir, sem hafa verið að gerast í Iran, Egyptalandi og Kína, sýna ljóslega, hve staða hinna vest- reenu þjóða á taflborði heimsins er stundum veik. Á næstu mánuðum verður úr því skorið, hvort hervæðingin í Vestur-Evrópu — og þá fyrst og fremst í Þýzkalandi — eykur hættuna fyrir vestræna menningu eða eyðir henni. Og það eru hugsjónir, en ekki vopn, sem ráða úrslitum í því máli. Það voru ekki hernaðartækin, sem komu undir þá ógnarbilda Hitler og Stalin fótunum í fyrstu, heldur áróðurinn. Hitler og samherjar hans voru vopnlausir menn, þegar þeir komu saman í bjórkjallaranum fræga í Miinchen og hófu að stofna nazistaflokkinn. Ekki voru þeir Lenin og félagar hans heldur vopnum búnir, þegar þeir fóru járnbrautarferðina frægu frá Svisslandi inn í Rússland, til þess að koma af stað stjórnar- byltingunni. En báðir þessir flokkar áttu yfir þeirri áróðurstækni að ráða, er kom af stað heimsstyrjöldum, sem ekki er séð fyrir endann á. Nú syrtir æ meir í álinn, og kalda stríðið er komið á það stig, að hvor aðilinn um sig berst til hins ýtrasta. „Við verðum að tortíma Lommúnismanum, annars tortímir hann okkur," er heróp hinna herská- ustu á Vesturlöndum. Á hinn bóginn æpir útvarpið frá Moskvu ókvæðis- orð um drápgirni og grimmdarhug Bandaríkjanna og þeirra fylgifiska. En er það nú endilega svo óhugsandi, að kommúnisminn og þjóðfélags- fyrirkomulag Vesturveldanna geti ekki þróazt hlið við hiið, án þess að gleypa hvort annað? Ef vér getum ekki svarað þessari spurningu neit- andi, þá er ekkert framundan annað en ný trúarbragðastyrjöld, ægilegri en allar trúarbragðastyrjaldir 16. og 17. aldar samanlagðar. Og i þeirri Vyrjöld yrði við ofurefli að etja: •—• hinar fjölmennu þjóðir Asíu og Áustur-Evrópu, sem ofstæki kennisetninganna og þjóðerniskenndin myndi sameina í eina geigvænlega heild. Það, sem Atlantshafsbandalag Vesturveldanna er að koma í verk, er fólgið í þvi að gera árásarstyrjöld svo áhættusama, að engin þjóð bryddi upp á henni. Takist þetta, ætti að vera hægt að lifa í friði við riki kommúnismans, þótt vér teljum stjórnarstefnu þeirra illa og óviðun- andi. Oss hefur áður tekizt að lifa hlið við hlið við alls konar vilii- niennsku án þess til ófriðar kæmi, fjölgyðistrú, skurðgoðadýrkun, mann • *tur, fjölkvæni, án þess að berja þetta niður með vopnum. Þvert á móti hefur oft tekizt að útrýma ómenningunni með friðsamlegri upplýsinga- starfsemi, þolgæði og árvekni. Því skyldi ekki vera hægt að beita við kommúnismann sömu aðferðum? Það gagna hvort sem er aldrei vopnin e*n, ef öfgarnar ná yfirhöndinni í þróunarsögu mannkynsins. (Sir Norman Angell i World Review, ág. 1952).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.