Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 19

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 19
eimreiðin TÝNDI FOSSINN 235 heyra hann og sjá enn í sínu inni — sínum jarðneska sjónar- heimi, áður en hann, Hallssonurinn, flytti yfir til furðu- stranda. Hann kom á Seyðisfjörð um sumarið af Fljótsdalsliéraði um Fjarðarheiði. Útsýnin var unaðsleg; veður tiltakanlega fagurt, svo sem hezt mátti verða á björtum sumardegi. Höfuð Snæfells krýndist heiðríkjunni. Hallur fór um Fjarðardalinn, sá Sevðisfjörð opnast, lang- an og lognhlíðan, baðaðan hirtu sólar. Hallssonar augu grétu gleðitárum. Frá Búðareyri sá liann Bjólfinn bezt, forngöfgan vin, fjall- konung í sumarskrúða sínum. Fagur var hann og þrunginn þokka. Sjónkast til Öldunnar þarna þriflegt og þó líka lif- andi, og gamli gesturinn sá inn til hennar og allt um kring uieð vökulli velþóknan. Víst var hann postuli og pílagrímur °fðinn í sínu eigin landi. Hann gerði för sína inn fyrir fjörð og út með honum að norðanverðu, til síns eigin æskuheimilis °g uppeldisstöðva. Þar var liann ennþá í fulln fjöri, litli fagri fossinn hans, vinurinn væni, samur og jafn, er enn söng í salinni, alveg eins og þegar hann var ungur. — Finna hann, finna hann, fossinn litla! — J-a-a-a-á! Og öldungurinn hraðaði sér undir eins út með sjó, einn saman, að finna sitt forna æsku-inni. Og sjá: Grýtáreyri var gengin í auðn fyrir lifanda löngu; l»ar var enginn lítill hær lengur, aðeins óhrundir veggir opinna tófta, þar sem vonglaðir foreldrar hans byggðu sér hýli fyrir mannsaldri eða meir. Og ekki gleymdi gesturinn fossinum sínum fagra. Hjarta lians hló af fögnuði, þegar hann gekk upp liæðina, sem faldi fossinn sýn. Hann þráði svo heitt að lieyra fossinn og vita, kvaða tónlag liann veldi honum eftir allan þennan óra-tíma. En fossinn var hættur a® syngja, — horfinn, dáinn, lieiminum týndur. Áin liafði hreytt farvegi sínum og féll eigi lengur fram af klettum. únginn dropi vatns þar, sem áður dunaði fossinn. — Von- heigði öldungsins voru mikil, og hans gamla lijarta grét af ^oga. En í endurminningunni átti hann geymda alla fegurstu tona fossins lxorfna, og fann, að þeir tónar lifðu svo lengi sem manninum entist aldur. Því aðeins það eitt, er maðurinn

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.