Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 22

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 22
238 HERVARNIR eimreiðin stæði aðeins á einu svæði, um sundin vestur- og norðvestur af Grænlandi, í sambandi við „úthafið“, hafið, sem þeir þekktu fyrir sunnan Asíu og vestan Ameríku. — En ísland vantaði skipavið. — Þessi heimssögulegu afrek unnu íslendingar ekki á eigin skip- um, — ef ég mætti svo að orði kveða —, heldur á skipum, er smíðuð höfðu verið erlendis, eða úr erlendum viði, ef þau voru smíðuð hér. Vér vorum alls ekki sjálfbjarga um skipakost. Ef á landnámsöld jurtanna hafa borizt hingað nokkur furufræ, mundu á láglendi og í dalbotnum íslands hafa verið nokkrir barr- skógar, er land vort byggðist. Þeir mundu ekki hafa orðið upp- étnir af búfé, og varla heldur hafa orðið aleytt með öðrum hætti. Vér myndum hafa getað smíðað skip að vild. Siglingar og verzlun Islands hefðu stöðugt haldið áfram að vera í höndum vorrar eigin þjóðar. Hér hefðu risið upp borgir og sú iðja, er þeim fylgir- Skipafloti landsins myndi hafa orðið fljótandi brú fyrir fólk- straum útflytjenda frá íslandi yfir í lönd vor í Vesturheimi, er haldið hefðu stöðugt áfram að byggjast, og samband þeirra við ísland haldizt. Engar hungurplágur, lítil fátækt, engin verzlunar- ánauð og engin pólitísk ánauð erlendrar þjóðar myndi þá hafa komið á land vort. Fólksfjölgun þjóðar vorrar hefði þá varðveitzt og margfaldazt, og Islendingar væru nú fjölmenn og voldug stór- þjóð í tveimur heimsálfum. Svona mjóu munar stundum milli gæfu og ógæfu, milli allsgnægta og örbirgðar, milli lífs og dauða. Aðeins nokkur furu- eða grenifræ hefðu getað ráðið örlögum, gæfu eða ógæfu heillar þjóðar um aldir. Ætti þetta ekki að beina huga vorum að skógrækt? Skógarnir á Norðurlöndum voru ein af mörgum undirstöðu- atriðum víkingaaldarinnar í fornöld. Og þeir eru undirstaða ein- hverrar arðbærustu stóriðju þessara landa nú. Ber f jöll Vestur-Noregs voru, er sögur vorar hófust, þakin skóg- um, og trjáviður úr barrskógum Vestur-Noregs þá og lengi síðan mikil útflutningsvara. Eftir að skógurinn hvarf, hefur jarðveg- inum víða skolað alveg burtu, svo eftir stendur nú aðeins nakin klöpp í fjallshlíðunum. Hver er nú kominn til að segja, hvern þátt eyðing skóga Vesturlandsins hafi átt í hnignun Noregs & fyrri öldum? Hví græða Norðmenn, Grikkir og ítalir ekki aftur skóga í fjöh' um sínum? Það er fljótlegra að eyða en endurbæta, fljótlegra a® særa en græða. Annars munu Norðmenn vinna af kappi að því græða skóga, og vel má vera, að svo sé einnig í báðum hinum löndunum, því nauðsyn skóggræðslu er nú viðurkennd í öllum lönd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.