Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 22
238
HERVARNIR
eimreiðin
stæði aðeins á einu svæði, um sundin vestur- og norðvestur af
Grænlandi, í sambandi við „úthafið“, hafið, sem þeir þekktu fyrir
sunnan Asíu og vestan Ameríku. — En ísland vantaði skipavið.
— Þessi heimssögulegu afrek unnu íslendingar ekki á eigin skip-
um, — ef ég mætti svo að orði kveða —, heldur á skipum, er
smíðuð höfðu verið erlendis, eða úr erlendum viði, ef þau voru
smíðuð hér. Vér vorum alls ekki sjálfbjarga um skipakost.
Ef á landnámsöld jurtanna hafa borizt hingað nokkur furufræ,
mundu á láglendi og í dalbotnum íslands hafa verið nokkrir barr-
skógar, er land vort byggðist. Þeir mundu ekki hafa orðið upp-
étnir af búfé, og varla heldur hafa orðið aleytt með öðrum hætti.
Vér myndum hafa getað smíðað skip að vild. Siglingar og verzlun
Islands hefðu stöðugt haldið áfram að vera í höndum vorrar eigin
þjóðar. Hér hefðu risið upp borgir og sú iðja, er þeim fylgir-
Skipafloti landsins myndi hafa orðið fljótandi brú fyrir fólk-
straum útflytjenda frá íslandi yfir í lönd vor í Vesturheimi, er
haldið hefðu stöðugt áfram að byggjast, og samband þeirra við
ísland haldizt. Engar hungurplágur, lítil fátækt, engin verzlunar-
ánauð og engin pólitísk ánauð erlendrar þjóðar myndi þá hafa
komið á land vort. Fólksfjölgun þjóðar vorrar hefði þá varðveitzt
og margfaldazt, og Islendingar væru nú fjölmenn og voldug stór-
þjóð í tveimur heimsálfum. Svona mjóu munar stundum milli
gæfu og ógæfu, milli allsgnægta og örbirgðar, milli lífs og dauða.
Aðeins nokkur furu- eða grenifræ hefðu getað ráðið örlögum, gæfu
eða ógæfu heillar þjóðar um aldir.
Ætti þetta ekki að beina huga vorum að skógrækt?
Skógarnir á Norðurlöndum voru ein af mörgum undirstöðu-
atriðum víkingaaldarinnar í fornöld. Og þeir eru undirstaða ein-
hverrar arðbærustu stóriðju þessara landa nú.
Ber f jöll Vestur-Noregs voru, er sögur vorar hófust, þakin skóg-
um, og trjáviður úr barrskógum Vestur-Noregs þá og lengi síðan
mikil útflutningsvara. Eftir að skógurinn hvarf, hefur jarðveg-
inum víða skolað alveg burtu, svo eftir stendur nú aðeins nakin
klöpp í fjallshlíðunum. Hver er nú kominn til að segja, hvern
þátt eyðing skóga Vesturlandsins hafi átt í hnignun Noregs &
fyrri öldum?
Hví græða Norðmenn, Grikkir og ítalir ekki aftur skóga í fjöh'
um sínum? Það er fljótlegra að eyða en endurbæta, fljótlegra a®
særa en græða. Annars munu Norðmenn vinna af kappi að því
græða skóga, og vel má vera, að svo sé einnig í báðum hinum
löndunum, því nauðsyn skóggræðslu er nú viðurkennd í öllum lönd-