Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 26

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 26
242 HERVARNIR eimreiðin Hvar er nú öll ættjarðarástin og þjóðræknin? Hvar er nú öll hin margrædda skipulagning og ofstjórn vor? Vissulega ekki þar, sem mest þyrfti á forustu og skipulagi að halda, þ. e. til að verj- ast því, að landið fari í auðn. Sú þjóð, sem ekkert vill leggja í sölurnar til að verja land sitt, sem vitandi vits vill láta gróðurmold lands síns fjúka undan fót- um sér, á engan rétt á að vera til, á engan tilverurétt. Vilja íslendingar ekki verja land sitt gegn eyðingu náttúruafl- anna? Hvað vilja þeir leggja í sölurnar? Til þess að verjast því, að landið verði að auðn, til þess að verjast því, að gróðurmold þess fjúki og skolist burtu undan fót- um vorum, er aðeins til eitt ráð: að klæða landið aftur kjarri og skógi eins vítt og þessi gróður getur vaxið inn á hálendið, en öðrum gróðri þar, sem þessu verður ekki við komið og nokkur jarðvegur er eftir. Þetta verkefni er svo stórfellt, að það verður ekki unnið nema með sameinuðu átaki allrar þjóðarinnar, einbeittum hug og fyllstu þrautseigju allra á löngum tíma. Slík stórfelld hugsjónamál hafa mannbætandi áhrif á alla, sem nærri þeim koma og að þeim vinna. Er hugsjónamennirnir Páll Briem og Sigurður frá Draflastöð- um hófu trjáræktina norðanlands síðast á næstliðinni öld, var reynsla í þessum efnum engin hér á landi, og þekking á skógrækt í öðrum löndum einnig stórum skemmra á veg komin en nú er. Þessi fyrsta, sigursæla skógræktarviðleitni hér á landi hlaut þvi að verða nokkuð fálmkennd, svo sem oft vill verða við fyrstu framkvæmdir hugsjóna. En það hefur verið margra alda draum- sjón allrar íslenzku þjóðarinnar að sjá land sitt aftur skógi klætt milli fjalls og fjöru. Það var og er enn hverjum manni sjálfsögð saga, að þar sem skógur eða kjarr óx í fornöld, þar getur það vaxið enn, ef svo nægilegt er eftir af gróðurmold, að kjarr eða tré geti fest rætur. En síðan Skógræktarfélag íslands var stofnað 1930, skógræktar- þekkingu og skógræktartilraunum hefur fleygt fram undir forustu hins ötula skógræktarstjóra, Hákonar Bjarnasonar, hefur Það komið í ljós og er nú óyggjandi staðreynd, að barrviðir og lauf' tré úr öðrum löndum með svipuðu loftslagi og veðurfari og her er, þrífast eins vel hér og í heimkynnum sínum, og á þetta ser í lagi við um plöntur af fræi og græðingum frá Alaska. Hæpi^ sýnist mér þó að byggja of háar vonir um trjáviðarframleiðslu af barrviðum frá norðanverðum Noregi. Þar eru að vísu allhair

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.