Eimreiðin - 01.10.1952, Page 27
EIMREIÐIN
HERVARNIR
243
■skógar, því trén eru þar fullorðin. En hin árlega viðaraukning í
slíkum skógum í Norður-Noregi er ekki mikil, svo þeir þola að-
eins lítið árlegt viðarhögg, án þess að ganga til þurrðar. En trén
1 Alaska eru mjög há og gild í skógum þar, og árlegur viðar-
vöxtur þeirra skóga mikill. Allar, eða svo til allar, trjátegundir
af fræi eða græðingum frá Alaska hafa þrifizt með sérstökum
agætum hér á landi. Vanhöld á plöntuuppeldi þeirra hafa verið
saralítil og ársvöxtur þessara nýju vina vorra svo geysimikill, að
arssprotar á Alaska-ösp hafa mælzt upp undir 1 metri á lengd,
°g á Sitka-greni allt upp í 70 cm. Þessi tré eiga mikla framtíð
hér.
Öspin (selja) er talin lélegur smíðaviður, en hún er þó nothæf
* sumt smíði, t. d. pakk-kassa; en hún er samt gagnlegt efni í
ymislegan iðnað, t. d. í eldspýtur, og þar sem sellur hennar eru
langar, er hún, eins og greni, góð í pappírsgerð. Sitka-grenið er
bæði góður smíðaviður og ágætt efni til iðnaðar.
Skortur á efni stendur helzt í vegi fyrir því, að fallvötn lands
vors verði virkjuð og hér komið upp stóriðju. Skógar ættaðir frá
Alaska eiga í fjarlægri framtíð eftir að bæta nokkuð úr þessu.
það er mikið velferðarmál, að hið mikla og auðvirkjanlega
vatnsafl í fallvötnum landsins, sem nú fer stöðugt að forgörðum,
Seti orðið beizlað og gert að arðbærum auði í þjóðarbúinu.
Síðan þessi reynsla fékkst, hafa menn farið að einblína á það,
aÖ hægt er hér á landi á tiltölulega skömmum tíma að koma upp
viðlendum, hávöxnum skógum af Sitka-greni og Alaska-ösp, og
slík skógrækt hér myndi áreiðanlega verða meiri gróðavegur
an flest önnur starfsemi, sem menn hafa nú með höndum. En
°heini gróðinn af slíkum skógum mundi þó stórum yfirgnæfa það,
®vo sem hagnaðurinn af því, að vatnsaflið geti orðið notfært,
agnaðurinn af efna- og trjávöruiðnaði, aukinni utanríkisverzlun
0g siglingum, sem stóriðjan mundi hafa í för með sér, aukinni
ræktun landsins og búskap og garðyrkju, til að fullnægja þörfum
naðar- og verzlunarborganna, o. s. frv.
Þessi auðhyggja, þótt ágæt sé, getur hæglega blindað sjónir
°lanna og afvegaleitt þá frá því, sem er mikilvægast af öllu: að
nnra það, að gróðurmoldin fjúki og skolizt burt af landinu, svo
°g að græða aftur allt ógróið land. Heitið „nytjaskógur“, sem
nu er farið að nota, getur og hæglega villt mönnum sýn í þess-
Urn efnum, og komið fávísum mönnum til að halda, að einungis
rrskógar séu nytsamir eða arðvænlegir. En slíkt er hin mesta