Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 30
246 HERVARNIR EIMREIÐIN vinnur látlaust og þrotlaust að því að afmá allt líf og alla lífs- möguleika lands vors og ganga frá því sem gróðurlausri grjótauðn og ímynd dauðans? Einn og einn megnar hver okkar harla lítið gegn þessu ofur- valdi eyðileggingarinnar; en styrktir böndum samtakanna erum vér þó afl. Styrkustu samtök frjálsra manna eru bönd hersins. Eitt sinn var sjálft þjóðfélag vort her alfrjálsra manna. Þá vann þjóð vor þau andlegu afrek, sem vér höfum lifað á um aldir og veita oss enn rétt til að vera til sem þjóð. Vilji þjóð vor ekki fljóta sofandi að feigðarósi tortímingarinnar, þá er hið bezta ekki of gott til bar- áttunnar gegn óvininum, og hin styrkustu og helgustu bönd ekki of sterk. Vér skulum skipuleggja baráttuna sem her og herferð gegn eyðileggingunni. Það mun vel gefast. Einungis sárfá mál eru nú meira aðkallandi en það, að hefjast handa til að stöðva eyðing landsins og vinna aftur það, sem bjarg- að verður af því mikla svæði, sem komið er í auðn. En slíku verður ekki komið til leiðar nema með skipulagsbundnu, einhuga og samtaka átaki allrar þjóðarinnar og þolgóðri baráttu hennar um langa tíma. I glímunni við þennan óvin þarf þjóð vor að notfsera sér það fullkomnasta baráttufyrirkomulag frjálsra manna, er fundið hefur verið upp, en það er skipulag hersins. Já, víst er það, að í baráttunni við þennan óvin, þarf ekki að úthella blóði, ekki að „slá“, heldur „græða“. En það er engin ástæða gegn því, að vér notfærum oss ekki hið fullkomnasta og bezta starfs- og bar- áttufyrirkomulag og völ er á, eins og líka sjálfsagt er að notfsera sér hin fullkomnustu og stórvirkustu áhöld og tæki, sem völ er á. í þágu þessa máls er hið bezta ekki of gott og hið fullkomnasta ekki of fullkomið. í þessari óblóðugu styrjöld við eyðilegginguna mun þjóð vorn ekki veita af að taka á allri þeirri þolinmæði, þrautseigju, lang- lundargeði og öðrum þeim beztu skapkostum, sem hún á til. Henni ber að varpa frá sér öllum lúxus og hóglífisvenjum, en taka upp sparsemi, sjálfsaga, harðfylgi og baráttuvilja Spartverjans. Það er gæfubrautin, sem þjóð vor á að ganga, og herferð vor gegn eyð- ingu landsins á að vera fyrstu spor vor á þeirri braut. Baráttan gegn eyðingu landsins hlýtur aðallega að vera í ÞV1 fólgin að klæða landið aftur skógi eins vítt og skógur eða kjarr getur vaxið sem yfirgróður, en öðrum gróðri þar, sem kjarrið getur ekki fest rót, en einhver gróðrarmold er enn ófokin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.