Eimreiðin - 01.10.1952, Page 31
eimreiðin
HERVARNIR
247
Ef kallað væri á sjálfboðaliða til slíkrar herferðar gegn eyði-
leggingu landsins, er ég ekki í efa um, að margir mundu bjóða
sig fram. En slíkt mundi þó, er til lengdar léti, reynast öldungis
°nóg. Hér dugar ekkert minna en það að herskylda allan æskulýð
landsins, karla og konur, er með skóflu, haka, trjáfræi, sáningar-
Velum og öðrum útbúnaði og með beztu mögulegri leiðsögn og
stjórn hefji þann landvinning, að græða upp auðnir landsins og
bjarga því, sem bjargað verður af því, frá að verða að gróður-
tooldarlausri grjótauðn og algerðri eyðimörk.
Auðvitað mundi kosta of fjár að koma upp slíku landvarnar-
liði og starfrækja. slíka herferð gegn eyðileggingu landsins. En
svo er um allar herferðir, einnig þær, sem til ills eins eru farnar.
En hvað kemur svo í aðra hönd? Vonandi ekkert minna en það,
að landinu verði bjargað. En menn skyldu forðast að líta á þetta
mal sem reikningsdæmi eða jafnvægisreikning um tap og gróða.
Það er ekkert reikningsdæmi fyrir þjóð eða einstaklinga, hvort
þeir eigi að lifa eða drepast. Menn „klóra ekki í bakkann“ af reikn-
mgslegum ástæðum. Og þótt það sé efalaust reikningslegt gróða-
fyrirtæki að gróðursetja Sitka-greniskóga á frjósama jörð á lág-
lendi, er hætt við, að það yrði ekki reikningslegt gróðafyrirtæki
a Þessari líðandi stundu að breyta uppblásnum, örfoka og gróður-
l^usum auðnum hálendisins og fjallanna í lágvaxinn laufskóg,
þótt ekkert sé nauðsynlegra og sjálfsagðara en að bjarga landinu
fra því að verða að algerðri gróðurmoldarlausri grjótauðn. — Það,
Sern kann að sýnast ógróðavænlegt nú, kann þó að líta út sem
stórgróðafyrirtæki frá sjónarhóli síðari tíma.
Þótt sjálfsagt sé að hef jast þegar handa í þessu landvarnarmáli,
er mér þó ljóst, að vegna fjárskorts, og vegna skorts á öllu því,
er til þarf, mundi ekki vera hægt að stofna þetta þjóðvarnarlið
j*llt í einu, heldur smátt og smátt. Það þarf að stofna flokka sjálf-
°ðaliða út um land sem byrjun þess, sem koma skal. Önnur
cðlileg byrjun væri að stytta námstíma skólanna haust og vor, og
taka efri bekki barnaskólanna og alla bekki framhaldsskólanna í
Rjoðvarnarliðið þann tíma, haust og vor. Væri engum mein að því,
þótt nokkuð félli niður af því dóti, sem verið er að kenna í hinum
sv°kölluðu skólum.
Jafnframt landvarnarstarfinu bæri að nota þetta tækifæri til
ess að hafa bætandi áhrif á siðferði og andlegt viðhorf æskulýðs-
ms í þá átt, sem ég sagði áðan, og hafa þetta starfsskeið sem eins
onar þjóðskóla í manndyggðum og því, sem öllu öðru námi er
ra- I þessum efnum er þjóð vor, því miður, hörmulega á vegi