Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 33
> eftir Braga Sigurjónsson. Haustvindar svalir hlíðarvanga sópa, hrynja af björkum fölnuð anganlauf. Löngu er dáinn hlátur glaðra hópa hlymjandi skær, er þagnir dagsins rauf. Sönghressir þrestir sveifla ekki lengur sumarsins væng um birkigreinahaf. Flugþungar endur fljúga vatni af. Fífunnar ull er breidd um vík og tengur. Fyrr var hér byggð, og feril lifsins þræddu fátækir menn á heimsins reiðufé, trúvirkri hönd og tryggu hjarta gæddu tiginni fegurð kynslóðanna vé. Glókollar litlir glöðum hlátrum lustu gæfunnar sprota hverja dagsins önn, öld eftir öld svo létt og limagrönn ljósheimabörn um tún og bala þustu. hreytingum tímans tókst þó ekki að hnika, tágar hans sópa að lokum allra svið. Gróandans öfl og eyðivættir stika aldanna höf og doka hvergi við. Nú er hér auðn og aðeins sumardaga unaður lífsins gistir þennan dal.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.