Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 39

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 39
Hvctð er sannleikur? Svo spurði löngu landsstjórinn, sem lífi og dauða hugðist ráða. Svo spyrja ýmsir enn um sinn, þó í sig gleypi speki skráða. Því meiri þekking menn sem fá, því miklu fleiri opnast sundin, og hverjum stíg er hrópað frá: Sjá! Hér er lausnin þráða fundin! Þó mörg sé iausnin gildi gulls, sem garpar lærðir, snjallir boða, mun þorstann slökkva það til fulls og þjáðar, hrelldar sálir stoða? Nei. Þekking ein ei þar mun tjá né þráða vizku hljóta að launum, þó fótsár múgur ærist á þeim efnistrúar brunahraunum. En hæstur jöfur himna-ranns um heimsins þjóð í brjósti kenndi: í hugarfylgsnum frumstæðs manns hann faldi töflu, eigin hendi, er sannleiks-boðin birt mun fá með björtu letri, þrána stillir, ef hrokinn skyggir ekki á né eigingirni stílnum spillir. Og sárt er víst að sjá það ske, að sannleikurinn vitrum leynist, en virðar, læsir vart þó sé, í veru honum nær að reynist. En sá er leitar sannleikans með samvizkuna að leiðarsteini, mun loksins kallið heyra hans — þó hann að glepja skvaldrið reyni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.