Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 56

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 56
272 SAMANBURÐUR eimiíeiðin Nú var farið að líða á kveldið. Hestarnir áttu að koma á viss- um tíma úr gæzlunni. Áttu þá eigendur að vera viðbúnir að taka þá. Á ákveðinni stundu sást til hestanna. Sté þá fundarstjóri í stólinn og sagði fyrir um þá, en kvaðst þó vilja lofa einum manni að tala. Var það gert, og að því loknu var fundi slitið og síðasta lagið sungið. En þá gerðist nokkuð óvænt og kom sér miður vel. Um leið og hinn mikli hestafloti kom á ákvörðunarstað og gæzlumenn lausir mála, skellti snögglega yfir dimmviðrisþoku. Varð þá mörgum óhægt um að finna sitt. Eitthvað tapaðist af hestum, en flestir náðu þó sínu. Ég náði í minn hest og var þá strax sendur til að leita annarra. Mætti ég þá tveim mönnum gangandi, sem þó áttu ekki langa leið. Segi ég við þá: „Gott eigið þið að vera gangandi núna.“ Þeir veifuðu til mín sigri hrósandi og hlupu sína leið. Fyrir- sjón var eigi höfð að gera rétt fyrir slikan hestafjölda. En leitin þetta kveld varð til þess, að næstu þrjátíu árin var á hverri héraðs- samkomu séð fyrir rétt til móttöku hesta. Eftir það fóru bílar að taka öll völd og ráð af hestunum. Þó að danz væri þá mikið tíðkaður og dáður af yngra fólki i þá daga, datt fáum í hug að sakna hans þann daginn, enda undan- tekning, ef danzað var að sumri í sveitum hér í sýslu þau árin. Bakkus var í fullu veldi hér á landi þá. Ekki man ég þó til að ég sæi vín á ungum manni um daginn, en síðla dags sást vín a einstaka eldri manni og þó ekki til neinna spjalla. Kostnaður við samkomuna var: Kr. 0,35, þrjátíu og fimm aurar — aðgangseyrir fyrir manninn, þar í hestagæzla. Sú fregn barst um sveitirnar nokkru eftir samkomuna, að brúttó sala veiting- anna hefði numið kr. 390.00, og þótti þá sumum kotbóndanurn mikið fé. Lengi sumars hittust vart svo tveir menn, að eigi yrði þessi samkoma fyrsta umtalsefnið, svo sem sá mesti mannfagnaður, sem hér hefði orðið. Voru þó áður haldnar samkomur hér í svip' uðum stíl. Tveir piltar á 16. ári hittust viku eftir samkomuna. Talið snerist allt um hana. Ekki söknuðu þeir þess, að enginn var danzinn, og voru þó báðir þá þegar orðnir hans þátttakendur. En þeir hörmuðu það eitt að hafa tapað af meirihluta einnar ræðu, og var það þó ekki sú veigamesta. Frá því 1896 til 1952 hef ég verið á héraðasamkomum og margs konar mótum hér norðanlands, allt frá Langanesi til VatnsdaL' fjalla. Allar hafa þær kolfallið fyrir þessari samkomu, — fyrir það, að síðar hafi eigi verið fluttar jafnsnjallar ræður eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.