Eimreiðin - 01.10.1952, Qupperneq 57
eimreiðin
SAMANBURÐUR
273
að slíkur söngur hafi ekki heyrzt, nema betri væri, — ekki heldur
fyrir skort á f jölbreytni í skemmtiatriðum, nema meira hafi verið.
Má þar til nefna, sem máli skiptir: Lúðrasveitir hafa komið til
a<3 skemmta, frá bæjunum, knattspyrna sýnd um nokkurt skeið
°g stöku sinnum leikfimi. Það var hin mikla hrifning á aldamóta-
samkomunni, sem mér er svo minnisstæð. Skýringu hef ég vart
ráð á að gefa á þessu, nema væri, að þjóðarhrifning aldamótanna
Rieð kvæðum þeirra Einars Benediktssonar og Hannesar Hafsteins,
hafi kynnt undir í huga fólksins og því hjálpað til að gera sam-
kornuna öllum svo kæra, sem hún varð.
Liðin eru nú 51 ár frá þeirri stund, er hér hefur verið lýst.
Margt hefur breytzt á þessum tíma. Fáar þjóðir hafa haft af stór-
stígari framförum að segja en íslenzka þjóðin á svo stuttum tíma.
vér höfum endurheimt sjálfstæði vort að fullu og stofnað lýð-
veldi. Vér höfum skipakost til nær allra flutninga að og frá landi,
en áttum engan þá, veiðitæki á sjó og mikla tækni til landbúnaðar-
starfa, bílfæra vegi um meiri hluta landsins og mikinn bílakost,
rafmagn til stórra afreka, síma um meiri hluta landsins, en fram-
ar öðru: útvarp á hverju heimili, — það tæki, sem veitir daglega
beint og óbeint bezta fræðslu um flest, sem daglega gerist í land-
inu.
Hvernig eru héraðssamkomurnar og skemmtanalíf unga fólks-
ins á sumrin nú í dag?
Hm það segir útvarpið sannast og greinilegast, þó óbeint sé.
•^iit sumarið dynja tilkynningarnar dag eftir dag: Danzleikur þar
~~ danzleikur hér, — og þarna, — þarna — þarna, — fyrir pen-
inga, -— peninga.
Sá óhugnanlegi háttur hefur verið tekinn upp hin síðari ár, að
stjórnmálaflokkar hafa tekið upp samkomuhald í sveitum fyrir
siS og sína. Margt getur þar verið sæmilegt til skemmtunar, en
Það eru raunverulegar áróðurssamkomur, en ekki almennur hér-
aða-mannfagnaður. En auk þessa eru héraðssamkomur sem íþrótta-
mót. Þá er mótið auglýst: „Ræða, gamanvísur, stundum kórsöng-
11eða einsöngur — en um fram allt: danz að lokum — fyrir
Serstaka peninga. Sjálfsagt eru íþróttir góðar, en þegar fjölmennis-
^bróttir, svo sem glíma og knattspyrna, eru að hverfa, þá hefur
^argt annað minna almennt gildi nema sem sérafrek, er ljómi
stendur af í bili. Að sinni skal nú ekki farið út fyrir þetta hérað
eHir dæmum um samkomuhald.
^ann 27. júlí í sumar minntist Kaupfélag Þingeyinga 70 ára
18