Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 58
274
SAMANBURÐUR
EIMREIÖIN
afmælis síns með virðulegri samkomu, þótt sérsamkoma væri, og
var hún sótt af öllu félagssvæðinu — miðbiki héraðsins og þvl
f jölmennasta. En það vantaði mikinn f jölda af ungu fólki úr tveim
fjölmennustu sveitunum, — jú — kvöldið áður voru líka fjöl-
mennir danzleikir heima fyrir í báðum og auglýstur í annarri
kveldið eftir. Á áðurnefndri samkomu var útbúinn glímupallur.
Sex menn gáfu sig fram til glímu, 5 úr einni sveit, 1 frá annarri.
Enginn kom þar frá sveitinni, sem átti fjölmennasta glímuflokk-
inn á túninu á Ljósavatni fyrir 50 árum. Þó var ókeypis danz-
leikur í lok þessarar samkomu.
Meistaramót í íþróttum var háð hér í sýslu 17. ágúst í sumar,
fyrir Norðurland. — Aldraður bóndi flutti ræðu, annar maður
„las upp“. Enginn söngur, engin glíma, engin knattspyrna, en —'
danz í lokin.
Þetta er aðeins nefnt sem dæmi eða sýnishorn af því, sem
gerist í þessum málum í sveitum um allt land. Það sanna tilkynn-
ingar útvarpsins.
Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég sé því fjandsamleguh
að ungt fólk taki þátt í danzi. Sjálfur var ég danzmaður leng1
ævi. En hér virðist mér úr hófi keyra. Þrásinnis heyrast tilkynn-
ingar mannfagnaðar á þessa leið: Ræða, gamanvísur, danz. Eða:
Einsöngur, tvísöngur, danz.
Stundum ber það við á nútímasamkomum, þegar ræðumaður
er kominn í stólinn, að þá smátínist ungt fólk í burt, kemur aftur
og spyr: „Er hann ekki búinn?“ — Ekki er þetta þó af því,
nú séu lakari ræðumenn að jafnaði en fyrir 50 árum. — Er þetta
þolleysi eða eirðarleysi? Eða er þetta þrá eftir danzinum einum-
Þegar útvarpið sagði frá því 4. ágúst í sumar, að óspektir —
jafnvel spellvirki — hefðu orðið í sambandi við gleðskap og mann-
fagnað uppi í sveit á Suðurlandi, með fulltingi Bakkusar, var^
mér það á að detta í hug þjóðsagan af prestinum í Möðrudal, sem
skáldið Stefán frá Hvítadal orti kvæðið um: Svartidauði gekk
yfir landið og felldi fólkið, líka í Möðrudal, en presturinn einn
lifði af. En á eftir var danzskemmtun hverja nótt, og presturinn
stjórnaði:
„Og stiginn var danzinn
við stefjaklið
— úr undirheimum
var allt það lið.“
En svo fór með prestinn, að: