Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 68
284
MÁTTUR MANNSANDANS
eimreiðin
okkar, ekki síður en sálin, að vera heill og hraustur. 1 vökunni
á daginn lifum við á sífelldu þani, svo að duldar óskir okkar
og vonir víkja fyrir áreynslu vinnunnar. Því öll berum við í
brjósti meira og minna duldar og ljósar óskir um eitthvað, sem
við þráum og vildum mega iðka fremur en það, sem við verðum
að gera og nefnd eru dagleg skyldustörf.
fmyndunaraflið er hæli lífsins frá hörðum staðreyndum hvers-
dagsleikans. Maður fer í leikhús og svífur þar á vængjum
ímyndunar, en gleymir köldum veruleikanum, eða les ævintýra-
sögur, eins og Þúsund og eina nótt, unz hann gleymir veruleika
líðandi stundar. Þetta og því um likt er stundum kallað að láta
ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur.
Þó að líkaminn í svefni lokist að nokkru leyti fyrir ytri áhrif-
um, þá eru þau þó ekki með öllu afmáð. Utanaðkomandi hljóS,
ljósfyrirbrigði og líkamleg fyrirbrigði önnur geta haft beinlínis
áhrif á draumlífið. Þessi utanaðkomandi áhrif eru stundum
orsök að efni og innihaldi drauma okkar í svefni. Mikill hávaði
eða snöggt leiftur getur verkað þannig á sofandi mann. Ég nefm
sem dæmi sjúkan hermann á spítala, sem hrökk upp í ofboði
eina nóttina við, að glampi frá lampa, sem hjúkrunarkona vat
með í höndunum, féll af tilviljun á andlit honum. Hann hafði
dreymt, að hann yrði fyrir sprengikúlu, og glampinn var or-
sökin til draumsins. Krauss telur, að milt, stöðugt ljós geti valdið
draumi, og hann segir frá því, að sig hafi dreymt unaðsfagra
konu og breitt út faðminn til þess að taka hana í arma sér, er
hann hrökk upp og komst að raun um, að draumsýnin var ekki
annað en mildur geisli mánans, sem skein framan í hann mn
um glugga herbergis þess, sem hann svaf í. Hljóðverkanir geta
einnig haft sín áhrif á efni drarnna, þó að þau áhrif birtist aítíð
myndrænt í draumnum.
f draumi fara sjaldnast töluð orð á milli dreymanda og draun1'
gjafa, en dreymandinn kann að hafa óljósa endurminningu uirl
það, þegar hann vaknar, að einhver hafi talað til sín, en hvað
sagt var eða hver talaði, á hann venjulega erfitt með að muna-
Draumar, sem vekja ugg og kviða, geta einnig oft haft sínar
eðlilegu, líkamlegu orsakir. Mann nokkurn dreymdi, að honum
væri fengin stór hrúga af peningum, sem hann ætti að raða
upp í tvær jafnháar súlur. En honum gekk verkið illa og gat