Eimreiðin - 01.10.1952, Page 80
296
RITSJÁ
EIMREIÐIN
Bókin er kærkomið lestrarefni
fróðleiksfúsum börnum og auk þess
falleg í útliti.
Sveinn Bergsveinsson.
Látbragðsuppruni tungumála.
Alexander Jóhannesson: GESTUR-
AL ORIGIN OF LANGUAGE.
H.f. Leiftur, Reykjavík 1952.
Uppruni tungumála hefur löngum
verið freistandi viðfangsefni mál-
fræðingum, og hafa ýmsar kenningar
komið fram. Prófessor Alexander Jó-
hannesson hefur nú um árabil feng-
izt við rannsóknir á þessu efni við
samanburð hinna fjarskyldustu tungu-
mála og skrifað um það bækur og
ritgerðir í erlend tímarit. Gestural
Origin of Language er samanburður
á sex málaflokkum, sem ekki eru
taldir skyldir i venjulegri merkingu
þess orðs. Þar eru indógermanskar
rætur bornar saman við hebresku,
kínversku, pólynesisku, tyrknesku og
grænlenzku. Þá eru þar einnig dæmi
úr súmerísku og lappnesku. Hér verð-
ur þvi ekki rakið eftir venjulegum
lögmálum hljóða, heldur athuguð
tíðni orðmynda eftir talfærastöðu.
Þar sem fornfræðingar telja, að
maðurinn hafi verið til hundruðum
árþúsunda áður en hann fann upp á
því að klappa orðtákn á stein, virðist
gátan um uppruna tungnanna næsta
torráðin. Alexander telur, að þróunin
á forsögulegum tima hafi gengið
ákaflega hægt, það er ekki fyrr en
menn tóku upp akurrækt fyrir svo
sem 8000 árum, að tungan fer að
auðgast að orðum, eins og tungumál-
in bera með sér, og er þó ærið langt
bil að brúa.
Höfundurinn skiptir orðaforða
mannlegs máls í fjóra höfuðflokka
eftir merkingu: 1. upphrópanir og
kenndaorð, 2. hermiorð, 3. látbrigða-
orð og 4. sérgildi eða abstrakta, þ. e.
orð breyttrar merkingar. Flestir eru
sammála um tvo fyrstu flokkana,
enda er fjöldi þeirra litill. Um 3.
flokkinn er svo fjallað í þessari bók.
Höfundurinn gengur út frá ýmsum
látbrigðum, þó einkum handahreyf
ingum, er frummaðurinn hafi í önd-
verðu gert sig skiljanlegan á. Hér
gæti maður að sjálfsögðu strax orðið
höf. ósammála, en kenning hans verð-
ur þó eigi að heldur afsönnuð. Af
látbrigðunum þróaðist siðar talað mál,
og líkti þá maðurinn ósjálfrátt eftir
hreyfingunum með talfærum sinum.
Auðveldast var að sýna lögun hluta,
eins og t. d. að eitthvað væri beint
eða bogið. Einkum hefur höfundur-
inn safnað mörgum dæmum orða,
þar sem talhreyfingin færist fram,
þar sem fyrsta hljóðið er baktungu-
hljóð, en siðan sérhljóð og siðast var-
mælt hljóð í einni samstöfu. Tal-
hreyfingu þessari líkir höf. við bog-
hreyfingu handanna, en tákni svo að
éta, halda einhverju föstu milli tanna
sér eða í munni, loka, þjappa saman,
fullgera og ljúka við. Heildarniður-
stöðurnar eru þær, að um 50—60 af
hundraði allra athugaðra orða og
orðróta í sex málaflokkum eru sam-
hljóða að merkingu í samræmi við
áðurnefnda talhreyfingu. 1 einstök-
um málum er þó samræmið meira.
Höfundurinn bendir á, að hér geti
ekki verið um tilviljun eina að ræða.
Hér er vissulega mjög merkilegt
rannsóknarefni og væri fróðlegt, ef
fleiii hljóðsambönd og hljóðhreyfing'
ar væru athuguð.
Höfundurinn rannsakar lika gúd1
l og r, en þau hafa verið kölluð lm
hljóð og eru að mörgu leyti alveg