Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 82

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 82
298 RITSJÁ EIMIÍEIÐIN að hugsun eða meðferð, eru þau ekki illa kveðin. Mörg þeirra eru saknað- aróður til þess, sem var, og sum um drauma, sem eiga eftir að verða að endurminningu. Um örlög, sem enda í söknuði, er kvæðið Ljúflinga-Árni, kvæði, sem hugsað er til enda. Góð liugsun er í kvæðinu Brotinn haugur, en ekki nógu vel ort. Sterkasta kvæð- ið er Hljómtöfrar. Það er afl tóna- flóðsins, sem auðsjáanlega kemur sterkustu róti á huga skáldsins. Það er gestur í framandi landi, er hljóm- töfrar hljómsveitarinnar í borginni ná tökum á honum: -----Mér finnst, að þrautir og þjáning batni í þrastalundi, hjá svanavatni, og bjart undir sól að sjá. Samt. er mér dapurt og þungt í þeli. Því veldur tónanna flóð, eins og hljómbrimið í sér feli eldregn frá glitrandi stjörnuhveli, hrynjandi heita glóð. Læsa sig gegnum lifs míns æðar logar frá tindum efstu hæðar og brenna mitt hjartablóð. í þessu kvæði fá tilfinningar skálds- ins útrás. Hann er hér einn saman með listgyðjunni og sameinast henm í heitu, stuttu augnabliki, „í sælu og sorg“. Þá eru líka þýdd kvæði í bókinm úr ensku og sænsku, flest eftir Shel- ley, í þokkalegum búningi. Beztum tökum nær hann á kvæðinu Við er- um sjö eftir William Woodsworth. En það er líka eðlilegt og ferskt i hinum íslenzka búningi. öllum alvarlegum ljóðunnendum er bókin Anganþeyr geðþekkur lestur. Sveinn Bergsveinsson. Pétur Sigurðsson: VANDAMÁL KARLS OG KONU. Rvk 1952 (1safoldarprentsm.). Ef Pétri Sigurðssyni hefur sjálfum fundizt orð sín falla í góðan jarðveg á fyrirlestraferðum sínum, þá átti hann að láta þar við sitja, en ekki gefa erindin út á prenti, þar sem hægt er að lesa þau með yfirvegun. Kostir hins talaða orðs eru, að það rennur í tímans skaut og kemur aldrei til baka, en hið ritaða orð getur angrað höfund sinn til æviloka. Það er ekki nóg að vilja vel til þess að skrifa bók. Sjaldnast verður heldur talið nægilegt að telja upp allar þær ávirðingar, sem fyrirfinnast í þjóð- félaginu, ef ekki er bent á skynsam- legar leiðir til úrlausnar. Pétur Sig- urðsson bendir á leiðir. Ekki vantar það. En það er enginn þjóðvegur. Hann fer þar sína eigin smalagötu. Æskan vill skemmtanir, segir Pétur. Við eigum að veita henni hollar skemmtanir, vinnugleði. Ráðið til þess eru sérskólar karla og kvenna. Ungu stúlkurnar eiga aðeins að búa sig undir heimilisstörfin, svo að þær taki ekki störfin frá piltunum. Unga fólk- ið vill giftast, segir Pétur. Enn er bjargráðið: Sérskólamir, stúlkurnar á öðrum básnum, piltarnir á hinum. Einn kaflinn er um mannrækt og kynbætur með saman tíndum fróð- leik úr dönskum blöðum og amerísk- um tímaritum. Úrvalsfólkið á að velj- ast saman, og taka skal upp giftingar- sið forfeðra vorra og aftakast öll girndarráð. Aftur á móti á að vana allt úrhrakið. (Hinn mikla fjölda úr- hraks og hættuna, sem stafar af þvi, fær Pétur úr amerískum timaritum), því að tölurnar sýna, að því fjölgi iskyggilega óðfluga. Hvernig allt miðlungsfólkið, sem mér skilst að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.