Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 83

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 83
eimreiðin RITSJÁ 299 vera muni stærsti flokkurinn, eigi að bjarga sér, er því miður ekki svarað 1 þessari bók; kannske erum við Is- lendingar enn þá hreinræktaðir höfð- mgjasynir frá landnámsöld. Gömlu kenninguna um landnámsmennina og höfðingjablóðið hefur Pétur úr Sars, þó að hún sé nú löngu farin að fölna. Enn er lausnin skólarnir, og bendir Pétur þeim á að nota tækifærið, kenna nemendunum mikilvægi erfða- lögmálsins. Einhvern veginn hafa skólarnir þó dottið sjálfir ofan á að kenna þessa grein án tilsagnar Péturs Sigurðssonar. Þá er þar sér kafli um kynferðismál (þ. e. með þeirri yfir- skrift). Þar er mest talað um bind- mdismál, og endar kaflinn um kyn- ferðismálin á þessari lokaniðurstöðu: „Guðshyggjan er sá þáttur uppeldis Ws, er bezt skapar hinn sannmennt- aða mann.“ Ungu stúlkurnar eiga ekki að kynnast karlmönnum, fyrr en þeir koma og biðja þeirra. En vel á að sjá fyrir sérmenntun stúlknanna, þvi að þær eiga eftirfarandi hlutverki að Segna: 1) „vera kona, en ekki eitt- hvert millikyn“, 2) „móðir mann- kynsins“, 3) „signa vöggu barnsins“ °g 4) kenna þvi við móðurkné „að horfa í bæn til himins". önnur not fyrir hina miklu sérmenntun eru ekki talin upp í þeim kafla (Skól- arnir). Þessi bók á að vera um vandamál hðandi stundar, en þó einkum vanda- wál æskunnar í okkar þjóðfélagi. I því sambandi sér Pétur litið annað eii danska og ameríska höfunda, há- ar tölur úr sömu löndum, bindindi, trú 0g sérskóla. Ekki virðist hafa hvarflað að honum, að atvinnu- og fjárhagskerfi eða jafnvel stjórnmál skipti hér einhverju máli. Að vísu minnist hann nokkrum ófögrum orð- um á stjórnmálamennina. Annað hvort kann höfundurinn ekki að hugsa eða hann þorir ekki að hugsa. Sem sagt eintóm vandlæting. Og þó virðist hinn mikli siðapostuli ekki upp úr því vaxinn, að villa dálitið á sér heimildir með bókarheitinu, senni- lega með tilliti til væntanlegra kaup- enda. Því að þeir, sem ætla að heyja sér þar fróðleik um ástalíf karls og konu, ganga óvart í geitarhús.------ En þessi smáauglýsingarbrella er ef til vill það mannlegasta við alla bók- ina. Sveinn Bergsveinsson. AÐ KVÖLDI DAGS eftir Björn J. Blöndal. Rvík 1952 (HlaÖbuö). Bók þessi hefur að geyma tuttugu sögur, eða öllu heldur greinir, nokk- uð misjafnar að gæðum, um atburði og endurminningar úr lífi höfundar, sem er bóndi uppi í Borgarfirði, lax- veiðimaður og rómantiskt sinnaður aðdáandi allrar fegurðar, hvort sem er i náttúrunni eða mannssálunum. Honum virðist auðvelt að láta i ljós hugsanir sínar, og stíll hans er léttur og ljóðrænn. Munklökkva gætir víða í frásögn höfundar, en naumast til lýta. Er þar þó stundum mjótt mund- angshófið, að ekki verði klökkvinn að væmni. Sumir kaflar þessarar bókar eru svo vel ritaðir, að hver rithöf- undur sem væri teldist fullsæmdur af. Hin fagra sveit, þar sem höf. hef- ur lengst dvalizt, er honum hugstæð- ast umtalsefnið. Einnig eru þarna nokkrar góðar mannlífslýsingar, svo sem frásögnin um Guðmund heitinn Magnússon, lækni og prófessor. Þetta er bók, sem hægt er með góðri samvizku að mæla með, til lest- urs heima við arininn um jólin. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.