Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Page 50

Eimreiðin - 01.01.1953, Page 50
38 FUNDUR PÁSKAEYJAR EIMREIÐIN svo frá, að landsmenn væru mjög vel klæddir, fatnaði i alls konar litum, og að þeir sýndu mörg merki þess, að við skyldum ganga á land, en fyrirskipunin var, að við gerðum það ekki, ef ske kynni að Indíánarnir væru fjölmennir fyrir. Ennfremur þóttust nokkrir sjá, að sumir hinna innbornu manna bæru silfur- plötur í eyrum og perlumóðurskraut um háls. Um sólsetur héldum við inn á milli skipanna Thienhoven og The African Galley, sem þegar höfðu lagzt, og létum akkeri falla, dýpi 22 faðmar, kóralbotn, fjarlægð milufjórðungur frá ströndinni, austuroddi eyjarinnar í austur til suðurs, vesturodd- inn í vestur-norðvestur frá okkur. [9. apríl] Mikill fjöldi kanóa kom út að skipi. Hjá þessum mönnum kom í ljós í þetta skipti mikil ágirnd á öllu því, er þeir sáu, og þeir voru svo djarfir, að þeir tóku húfurnar af höfði manna og hlupu fyrir borð með ránsfenginn; því að þeir eru afburðagóðir sundmenn, eins og kom í ljós á því, hve margir þeirra komu syndandi úr landi út að skipinu. Einn eyjarbúi klifraði líka frá kanó sínum inn um káetu- gluggann á The African Galley, sá þar dúk á borði, og með því að hann hugði þetta vera verðmætt herfang, rauk hann burtu með dúkinn; maður varð því að hafa sterka aðgæzlu á öllum hlutum. Ennfremur var flokkur manna, 134 talsins, skipulagður til rannsókna, í því skyni, að við gætum gefið skýrslu um þessa ferð okkar. [10. apríl] Lögðum upp um morguninn á þremur litlum bátum og tveimur stærri, 134 manns, vopnaðir handbyssum, skammbyssum og sverðum. Þegar komið var að ströndinni, var bátunum lagt hlið við hlið fyrir akkeri, 20 menn skildir eftir í þeim, vopnaðir eins og áður getur, og áttu þeir að gæta bátanna. Báturinn frá The African Galley var auk þess útbúinn tveimur langdrægum byssum í framstafninum. Eftir að bátunum hafði verið komið þannig fyrir, héldum við á land þétt saman, klifruðumst yfir klettana, sem þar voru þéttir niðri á ströndinni, héldum inn á sléttlendið þar fyrir ofan, gáf- um eyjarbúum, sem þjöppuðust að okkur, merki með höndun- um, að þeir skyldu víkja frá, gefa okkur svigrúm. Þegar hér var komið, var fylkt liði, og voru skipstjórarnir þrír, Koster, Bouman og Rosendaal, hver fyrir flokki sinna skipverja-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.