Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 50

Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 50
26 EIMREIÐIN Faðir minn horfði í eldinn og spyrnti við einhverju. Síðan laut hann niður og tíndi eitthvað úr öskunni. „Sæktu hrífu, Nick,“ sagði hann við mig. Ég fór inn í kjallarann og sótti hrífuna, og faðir minn rakaði vandlega í öskunni. Hann rakaði upp steinöxum og fláningshnífum úr steini og tækjum til að smíða örvarodda og brotum úr leirmunum og mörgum örvaroddum. Þetta var allt orðið svart og flagnað af hitanum. Faðir minn rakaði mununum varfærnislega úr öskunni og dreifði þeim í gras- ið við veginn. Haglabyssan hans í leðurhylkinu og veiðitösk- ur hans voru í grasinu, þar sem hann hafði lagt þær frá sér, þegar hann steig niður úr vagninum. „Farðu með byssuna og töskurnar inn í húsið, Nick, og komdu með dagblað,“ sagði hann. Móðir mín hafði gengið inn í húsið. Ég tók haglabyssuna, sem var þung og slóst í fætur mína, og veiðitöskurnar tvær og lagði af stað til hússins. „Farðu með eitt í einu,“ sagði faðir minn. „Reyndu ekki að bera of mikið í einu.“ Ég lagði veiðitöskurnar frá mér og bar haglabyssuna inn og kom út með dagblað úr staflanum í skrifstofu föður míns. Faðir minn breiddi úr öllum þessum svörtu og brunnu stein- tólum á blaðið og vafði það síðan saman. „Beztu örvaroddarnir duttu allir í sundur,“ sagði hann. Hann gekk inn í húsið með pappírspakkann og ég stóð eftir í grasinu með veiðitöskurnar. Eftir dálitla stund fór ég inn með þær. í þessari minningu voru aðeins tvær mann- eskjur, og ég bað fyrir jreim báðum. Sumar nætur gat ég jafnvel ekki munað bænir mínar. Eg komst aðeins aftur í „á jörðu sem á himni“, og varð síðan að byrja allt að nýju og var með öllu ómögulegt að komast fram úr því. Því næst varð ég að viðurkenna, að ég gæti ekki munað bænirnar og gefast upp við að fara með þær þá nott- ina og reyna eitthvað annað. Því var það, að sumar nætui reyndi ég að muna öll heimsins dýr með nafni og síðan fugla og síðan fiska og síðan löndin og borgimar og síðan fæðu- tegundir og nöfnin á öllum helztu strætum í Chicago. Og þegar ég gat alls ekki munað neitt lengur, fór ég að hlusta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.