Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 50
26
EIMREIÐIN
Faðir minn horfði í eldinn og spyrnti við einhverju. Síðan
laut hann niður og tíndi eitthvað úr öskunni.
„Sæktu hrífu, Nick,“ sagði hann við mig.
Ég fór inn í kjallarann og sótti hrífuna, og faðir minn
rakaði vandlega í öskunni. Hann rakaði upp steinöxum og
fláningshnífum úr steini og tækjum til að smíða örvarodda
og brotum úr leirmunum og mörgum örvaroddum. Þetta var
allt orðið svart og flagnað af hitanum. Faðir minn rakaði
mununum varfærnislega úr öskunni og dreifði þeim í gras-
ið við veginn. Haglabyssan hans í leðurhylkinu og veiðitösk-
ur hans voru í grasinu, þar sem hann hafði lagt þær frá sér,
þegar hann steig niður úr vagninum.
„Farðu með byssuna og töskurnar inn í húsið, Nick, og
komdu með dagblað,“ sagði hann.
Móðir mín hafði gengið inn í húsið. Ég tók haglabyssuna,
sem var þung og slóst í fætur mína, og veiðitöskurnar tvær
og lagði af stað til hússins.
„Farðu með eitt í einu,“ sagði faðir minn. „Reyndu ekki
að bera of mikið í einu.“
Ég lagði veiðitöskurnar frá mér og bar haglabyssuna inn
og kom út með dagblað úr staflanum í skrifstofu föður míns.
Faðir minn breiddi úr öllum þessum svörtu og brunnu stein-
tólum á blaðið og vafði það síðan saman.
„Beztu örvaroddarnir duttu allir í sundur,“ sagði hann.
Hann gekk inn í húsið með pappírspakkann og ég stóð
eftir í grasinu með veiðitöskurnar. Eftir dálitla stund fór ég
inn með þær. í þessari minningu voru aðeins tvær mann-
eskjur, og ég bað fyrir jreim báðum.
Sumar nætur gat ég jafnvel ekki munað bænir mínar. Eg
komst aðeins aftur í „á jörðu sem á himni“, og varð síðan
að byrja allt að nýju og var með öllu ómögulegt að komast
fram úr því. Því næst varð ég að viðurkenna, að ég gæti ekki
munað bænirnar og gefast upp við að fara með þær þá nott-
ina og reyna eitthvað annað. Því var það, að sumar nætui
reyndi ég að muna öll heimsins dýr með nafni og síðan fugla
og síðan fiska og síðan löndin og borgimar og síðan fæðu-
tegundir og nöfnin á öllum helztu strætum í Chicago. Og
þegar ég gat alls ekki munað neitt lengur, fór ég að hlusta.