Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 65
HÖFUM VÉR EFNI Á AÐ BÍÐA?
41
sem ekki hafið séð slíkt fyrirbrigði áður. Lesið það helzt upp-
hátt. Þér munuð komast að raun um, að yður mun ekki að-
eins veitast torvelt — nei, ómögulegt, að skrifa rétt ærið mörg
þeirra orða, sem þar er hrúgað saman, heldur mun yður ekki
verða neinn hægðarleikur að fá út úr verkefninu neina skyn-
samlega meiningu. Lesið hratt — og hvar munuð þér lenda?
hér kannist við: Einbrotin blýkringlan upp á biskupsdiskinn,
tvíbrotin blýkringlan upp á biskupsdiskinn, þríbrotin blý-
hringlan upp á biskupsdiskinn o. s. frv. Mundi yður ekki fara
svipað og þeim, er tönnlast á þessu, þegar þér flýtið yður að
lesa stafsetningarverkefnið, sem hinir lærðu og vísu leggja
fyrir unglingana, er ganga undir landspróf? Ætli verkefnið
reyndist ekki að lokum eins konar furðulegt tungutogunar-
verkfæri, sem hentað gæti einræðisbrjálæðingum sem píning-
^rtæki?
Hvemig svo með viðhorf unglingsins til íslenzkrar tungu,
eftir að hann hefur verið látinn stikla um holurð stafsetningar-
þrauta, flæktur í setningabúta og klyfjaður málfræðipinklum,
í átta — svo að vér segjum nú ekki fimmtán ár — á viðkvæm-
asta mótunarskeiði ævinnar? Og hvemig mundi verða viðhorf
hans við sígildum bókmenntum þjóðarinnar, þá er hann hefði
(-kki haft mikið annað af þeim að segja á þessu tímabili en
horfa á móðurmáls- og bókmenntakennarann hluta í sund-
Ur í setningastubba snilldarlegustu ljóð og laust mál stór-
skáldanna, grýta þau hnullungum púnkta og gata þau komm-
tim?
„Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru.“
Hugsið yður kennara láta hjá líða að benda nemendum
shium á þá hjúfurmýkt og þá munakyrrð kvöldsins, sem túlk-
u® er í atkvæðunum sof og fif og mús og mos — eða þá birtu
hottleysunnar, sem táknuð er með hinum breiðu, björtu sam-
stofuin fag og hag — já, hugsið yður kennarann leiða þetta
hjá sér, en tafsa þessar ljóðlínur og segja síðan: Hvar á að
Setja þarna kommu og af hverju?