Eimreiðin - 01.01.1958, Qupperneq 68
44
EIMREIÐIN
að ríma rétt? Þegar ég las Þingeysk ljóð — fyrstu ljóðasyrpu heils
héraðs — undraðist ég ekki, hve þar er margt frumlegra snilld-
arskálda, en ég dáðist að hinu, hve margar manneskjur í einu
og sama héraði — konur sem karlar — áttu í bókinni vel gerð,
smekkleg og skynsamleg kvæði. Ég hef ekki tekið þá trú, að
Þingeyingar séu að eðli gáfaðri, listrænni og rímsnjallari en
til dæmis Snæfellingar, ísfirðingar eða Skaftfellingar, heldur
komi þarna til greina þjálfun í að hlýða á, lesa, meta, tileinka
sér ljóð snillinganna — læra af þeim, öðlast bókmenntalega
menningu.
Þá er það hið óbundna málið. Fyrir börnin á að lesa Is-
lendingasögur, kafla, sem eru fullir af lífi og spenningi eða
eru svo sérkennilegir, að þeir dragi að sér athygli barnsins fyr-
ir þær sakir og gefa tilefni til spurninga og skýringa. Víst er
mikið um vígaferli í íslendingasögunum, og einhverjir mundu
kannski vilja skjóta því hér að, að nú á tímum væri ærið fram-
boð á hrollvekjandi skemmtunum, þó að vígalýsingum Is-
lendingasagna og morðbrennum væri þar ekki bætt við. En
vígaferlin í íslendingasögum, aðdragandi þeirra og afleið-
ingar, færa góðum lesanda eða áheyranda meira en hrollinn,
hvort sem hann nú verður hálfgildingsvígamóður eða óhugn-
aður. Kennaranum gefst kostur á að skýra þannig fjölmargt,
sem fram kemur í sögunum, að nemandinn öðlist fræðslu um
lífsháttu og lífskjör, og persónurnar stíga svo ljóslifandi fram
úr rökkurskuggum hins löngu liðna, að vandalítið er að vekja
athygli og áhuga barnanna fyrir mismunandi framkomu sögu-
lietjanna og eigindum, drengskap og níðingshætti, höfðing-
leik og kotmennsku, hreinskilni og lævísi, — svo að ekki se
gleymt hinum mörgu lifandi og lýsandi tilsvörum. Þarna er og
tilvalið að koma að kvæðum, sem skáldin hafa ort um per'
sónur og atburði sagnanna, og á veggnum hangir íslandskort-
ið, og þar er bent á bæina og héruðin, sem eru sögusviðið-
Skólastofan verður svipaður skóli og baðstofan var allt fram
á fyrsta áratug þessarar aldar, þegar fólkið sat við vinnu sina
á kvöldvökunni og einn eða ein kvað rímur, sagði sögu eða
las. Annað veifið varð hlé á kveðskapnum, frásögninni eða
lestrinum — og svo var rætt um skemmtiefnið, persónur sagn-
anna, atburðina, — skiptar skoðanir komu til greina og menn