Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 16

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 16
254 EIMREIÐIN At' þessu og fleiri æskuathöfnum hafa foreldrarnir séð, hvað í sveininum bjó. Þau kostuðu alla þrjá syni sína til langvar- andi náms. Einar varð stúdent 1918, en lauk ekki meistara- prófi fyrr en tíu árum síðar. „Stafaði það ekki af tónrri heimsku,“ sagði hann við mig, þegar ég forvitnaðist um náms- feril hans og fleira. Sannleikurinn er sá, að Einar átti við þunga vanheilsu að stríða þau ár, og var guðs mildi, að hann sigr- aðist á þeim veikindum. Kjörsvið hans við meistarapróf voru íslenzk ævintýri.1) Eftir þetta tók Einar að búa sig undir doktorsrit sitt Um Njálu, sem út kom 1933. Færir hann þar gild rök að því, aö sagan sé ein heild, verk eins listamanns, en ekki samsett úr tveim eða jafnvel þrem sögum, auk innskotsþátta, eins og áður hafði verið haldið fram. Telur Einar, að höfundur hafi dvalizt langtímum saman í Skaltafellsþingi, en konrið oft a Þingvöll, því að staðþekking lians sé mest á þeim slóðunr. Með þessu riti bættist „fyrsta flokks vísindarit" íslenzkt við þau fáu, senr fyrir voru. Svo sannfærandi eru röksemdir hans og undir þær mörgu stoðunr rennt, að ekki efast ég unr ör- yggi þeirra. En þar með lét Einar ekki staðar numið með Njálu rannsóknir. Honunr var ekki nóg að sannfærast urn aldur lrennar og heimkynni og að hún væri eins manns verk- Hann vill vita, liver hafi skrifað söguna. í skenrmtilegTÍ grein um Njálu og Skógverja í Skírni 1937 bendir Einar á tengs| Njálu og Svínfellinga sögu og spyr, livort hugsanlegt sé, að Þorsteinn Skeggjason úr Skógum hafi verið höfundurinn- Þorsteinn var með þeim Svínafellsbræðrum, þegar Ögnrund- ur í Kirkjubæ drap þá. Þetta er einn átakanlegasti atburðuE sem um getur í fornritum, á borð við víg Höskuldar Hvita' nessgoða. Þorsteinn má og hafa verið viðsaddur Flugunrýrai' brennu og gat þar hafa fengið fyrirmynd að lýsingu xnesta atburðar Njálu, þó að raunar minni Lönguhlíðarbrenna nug meira á brennu Njáls. En af lrenni gat höfundur líka hah nægar spurnir, þó að miklu lengra væri unr liðið. Þegar Em ar gaf út Brennu-Njáli sögu 1954, þykja honunr þó nriniu líkur til, að Þorsteinn hafi skrilað liana. 1) Verzeichnis Isliindischer Miirchenvarianten, Helsinki 1929.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.