Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 18

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 18
256 EIMREIÐIN Fyrst bar fundum okkar saman norður í Þingeyjarsýslu. Með mér voru tveir vestfirzkir oflátar á skemnttiför, mestu ólík- indatól eins og ég sjálfur, a. m. k. í það skipti. Gamanvísur létum við óspart fjúka, og var það ekki allt vönduð vara. Þetta var í almenningsbifreið. Á næsta bekk sátu hjón og sonur þeirra ungur. Þau hlógu dátt að gaspri okkar, spjátrunganna, er skeyttum hvorki um skömm né heiður. Kynning leiddi í 1 jós, að þessir nýju ferðafélagar voru Einar Ól. Sveinsson, þá há- skólabókavörður, Kristjana Þorsteinsdóttir, frú hans, og Sveinu Einarsson, nú fil. kand. í bókmenntasögu. Kom í minn hlut að fræða allt þetta fólk um Þingeyjarþing. Bar margt glettnis- fullt á góma í sambandi við þá fræðslu. Voru strangar kröfur gerðar um þekkingu undirritaðs á þessu ágæta liéraði og örðugt að fullnægja þeim sem skyldi. Hitt var þó þyngra, að eigi var trútt um, að sumir í hópnum, einkum hinir vestfirzku ol- látar, skemmtu sér á kostnað minna vammlausu sýslunga. Að sjálfsögðu leitaðist ég við að lialda á loft lieiðri þeirra í hvi- vetna, sem verðugt var. Skal hér eigi dærnt um, hvernig þai') tókst. Fám árum síðar naut ég þeirrar ánægju að eiga samfylg^ með þeirn dr. Einari, frú Kristjönu og Sveini um Skaftafelb' sýslu. Riljaðist þá upp margt skemmtilegt úr okkar fyrri för- Hafi ég áður látið í té nokkurs verða fræðslu um Þingeyja1' þing, fékk ég hana nú endurgoldna með vöxtum, því að ekki varð Einari þekkingar vant um byggðarlag hinna fornu SviU' fellinga, svo sem rit hans, Landnám í Skaftafellsþingi, lj°s' ast sýnir. Yfirleitt hef ég sjaldan orðið þess var, að honum yrði þekk' ingar vant. Er hann þó manna varkárastur í staðhæfingum- A þetta ekki einungis við sérgrein Einars, forníslenzkar bók- menntir, heldur og allan fróðleik. Fyrsta boðorð lians hefu1 ávallt verið að takmarka verkahring sinn. En hann hefu1 reynt að sjá eins langt út fyrir þann hring og augað eyg11’ skynja sem mest af heimsins rniklu dýrð. Eitt sinn bar ég und- ir hann þýðingu á kvæði eftir Burns og hafði með mér fruu1' textann til samanburðar. Þess þurfti þá ekki með. Eiual kunni kvæðið utan bókar á frummálinu! í annað skipti koiust ég að raun um eitthvað svipað í sambandi við þýðingu Helga

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.