Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 40

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 40
Þáííwr af Jáni Samsonarsyni Þóroddur Guðmundsson tók sainan. Þórunn hét kona og var Pétursdóttir, kennd við Sýrnes í Aðaldal, skáldmælt vek Bróðir hennar var Jakob umboðsmað- ur á Breiðumýri. Þórunn mun hafa lent norður í sveitir, þvi að einu sinni liittust þau Hlaupa-Mangi og hún við Sauða- neskirkju. Barst þá í orð, að Mangi hugðist síga í Skálabjörg eða Skoruvíkurbjaig á Langanesi eftir eggjum og fugli. Þá kvað Þórunn: Mörgum manni bjargar björg, björgin liressir alla; en að saekja björg í björg björgulegt er varla. Þórunn var gift Þorsteini Illugasyni, og hét dóttir þeirra Kristlaug. Maður hennar hét Samson Björnsson, Björnssonai frá Orrastöðum í Þingi. Hann fluttist austur í Þistilfjörð °S bjó 32 ár á Hávarðsstöðum við Hafralónsá, langt inni á heiði- Þar fæddist sonur þeirra Jón, 12. apríl 1844, og ólst þar upp- Jón er héraðskunnur fyrir kveðskap sinn.1) Lítið hefur verið prentað af ljóðum hans, en margt þeirra lifir á vörunr fólks. einkum Norður-Þingeyinga. í því, sem á eftir fer, verður sagt nokkuð frá ævi Jóns og skáldskap. Þegar Jón var fjögurra ára, kvað liann um Þórunni ömm11 sína: Kerlingin til kirkju fór um jólin, er nú komin auminginn aftur heim í bæinn sinn. 1) Um Jón segir Friðrik Guðmundsson m. a. í Endurminninguni um: „Þistilfirðingar höfðu dágott alþýðuskáld, þar sem var Jón á ti varðsstöðum, bróðir þeirra Jónasar og Friðbjörns Samsonarsona, sem þekktir voru í íslendingabyggðum vestan liafs.“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.