Eimreiðin - 01.10.1959, Qupperneq 44
282
EIMREIÐIN
inu alclrei að linna. Eítir samkomuna sendi Ingibjörg hon-
um blá spariföt að gjöf. Og Skafti sendi honum Austra, á nreð-
an liann lifði.
Aldamótakvæði Jóns er geysilangt. Aðeins eitt erindið skal
birt hér sem sýnishorn:
Þótt þú liggir karl í kör,
kom þú með þitt sálarfjör,
gef þeim ungu rökstudd ráð,
rektu beztan æviþráð
einhvers manns, er til sanns
afrek vann og fremstur rann.
I>að er lífshvöt lögð í té
langt um betra en nokkurt fé.
Um kvæði og ræðu Jóns fórust Skafta Jósefssyni, ritstjóra
Austra, orð á þessa leið í ltlaði sínu:
„Höf. kvæðis þessa er maður milli 50 og 60 ára og hefur
allan sinn aldur lifað á afskekktri heiðajörð, (Ilávarðsstöðum,
fram af Þistilfirði), og er maður sjálfmenntaður. Er það furða,
hve ljóst og skipulega honum tekst að koma hugsunum sínum
fyrir í þeim skáldbúningi, er margt menntaða skáldið mætti
öfunda hann af.
Og eins kemur Jón þessi hugmyndum sínum prýðilega vel
fyrir í ræðuformi, það sýndi hann á þjóðhátíðinni á Þórshöfn
17. júní s. I. Er enginn el'i á, að Jón Samsonarson er ágætum
hæfileikum búinn, sem jafnvel ekki ævilöng fátækt og örðug
lífskjör hefur getað sljóvgað til rnuna.
Væri það eitthvað réttlátara af þjóðinni að sýna þvílíkum
mönnum einhverja viðurkenningu heldur en guðníðingum,
klámyrðingum og mannorðsþjófum í skáldagervi." (Austri,
27. nóv. 1901).
Víða eru skáldleg lilþrif í kvæðum og vísnabálkum Jóns.
En bezt nýtur hann sín í einstökum lausavísum. Einhverju
sinni girti Jón sláturámu fyrir Snæbjörn Arnljótsson á Þórs-
höfn, sent bauð honum kaffi á eftir, en Jón mátti ekki vera að
því að drekka það þá. Seinna, þegar Jón var búinn að ganga
á skíðum innan frá Hávarðsstöðum til Þórshafnar (ca. 27. km)
að morgunlagi, ávarpaði liann Snæbjörn með þessari vísu: