Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 45

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 45
EIMREIÐIN 283 Það er eitt, sem minnir mig á magurt efni ljóða. Enn þá stendur upp á þig ámukaffið góða. Kötturinn var tekinn úr hjónarúminu: Kötturinn fær ei konu scss, þótt klónum beiti. Betur fer í sæng og sæti svanninn Jóns hinn dyggðamæti. Um Friðrik Guðmundsson kvað Jón þessa stöku: Oft hefur Friðrik af mér steypt eymdarkufli þöndum, brautargangs um bjargið sleipt borið vinahöndum. Ur brúðkaupskvæði til sama manns: Sitt hæfir hvoru, vor kenning er slík, að karlmannsins orka sé fossinum lík, en hún sé sent rósin af liimninum skreytt, það hrausta og fagra skal bindast í eitt. Kunnustu bragir Jóns, auk aldamótakvæðisins, munu vera Kofavísur og svo sóknarvísur hans um bændur í Þistilfirði. í Kofavísunr segir frá fjallgöngunr á hausti: konru gangnamanna 1 kofa sinn, fjárleit á lreiðinni, rekstri lreinr til byggða og við- tókunum þar. Er það skýr þjóðlífsnrynd, skoðuð í björtu ljósi, €ins og sést þegar af upphafserindinu: Þá komnir við erum í kofann um síðir, kerti jjar brcnna og gleði er nóg, súðin er fannhvít og fáguð með prýði, firðar jjar snæða og drekka með ró. Af sóknarvísununr skal aðeins birt ein, sú unr sjálfan hann °§ bújörð hans: Hávarðsstaðir happasetur, hart Jrótt Ijlási margan vetur, fáar jarðir fita betur fé á sumri og engjaval nóg í fögrum fjalladal.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.