Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.10.1959, Qupperneq 52
290 EIMREIÐIN sviðum öllum, en þessi fornu lögin hefur liann ekki tamið sér. Eiga þau að deyja? Eg sé sárt eftir þeim. En vel má vera, að svo fari, vegna þess að unga kynslóðin er að verða frábitin forn- sögum og fornri list. Skilur ekki neinar kenningar og nennir ekki að brjóta þær til mergjar og getur ekki einu sinni liaft gaman né gagn af rímum, livað þá dýrum fornkvæðum. Eg held eg fari rétt með. Eg gef ekkert fyrir þær nýju fornritaút- gáfur með löngum, leiðinlegum formálum. Hins vegar vildi eg, að lwerjum stúdent væri kennt að meta og skilja vel kvæði Sturlu Þórðarsonar, Arnórs, Egils, Eyvindar o. fl., og kunna margt annað. Faðir minn kom mér á spena, svo nrér er alla tíð yndi að fornkveðskap, og ekki sízt Eddu Sæmundar. — Meðan eg var á Akureyri, hugði eg oft til að heimsækja þig — og korna helzt gangandi. En alltaf kom eitthvað í veg- Eg vildi sjá þig lieima, og þínar skruddur, og „mæla við Mínis höfuð.“ Eg segi þér alveg satt, að eg hef lært margt af þér í máli og sögu. Það skrifar enginn núlifandi íslendingur jafn- skemmtilegt, gott mál og þú. Þess vegna rnáttu til að lifa lengi og vinna, meðan dagur er. Eg sagði við þennan kunn- ingja, að þið Guðnrundarnir þrír — þú — Finnbogason og Hannesson, væruð nritt eftirlæti senr rithöfundar. — Eg sá í blaðinu, að þú hefðir fengið bót á sjóndepru, og samgleðst eg þér, en eg hugsaði, að þó svo illa færi, að þú einhvern tínra yrðir blindur, þá nrundi geta sannazt það, sem faðir nrinn sagði svo vel um Bj. Tlrorst. — „Sál varð sól í sjónarnryrkri" o. s. frv. og þú mundir geta ort eins og Hónrer og Milton. En þá vildi eg óska þér dóttur við lilið, eins og Milton Irafði. Eg orðlengi þetta ekki meira, enda skilurðu vel, lrvað eg nreina. Þökk fyrir allt þitt andans starf, og Guð gefi þér enn góða heilsu og ólúna lrendi til að rita margt og mergjað. Vertu margblessaður þinn Steingr. Matthíasson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.