Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 54

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 54
292 EIMREIÐIN vana. Bros hans, sem henni hafði alltaf virzt svo unglegt, jafn- vel barnslegt, gerði nú andlit hans ellilegt. Um hana fór ótta hrollur hans vegna, en hún lét sem ekkert væri og huldi hendur sínar í ábreiðunni. Hann sagði henni allt, sem gerzt hafði: Þegar hún heyrði, hvernig dauða drengsins bar að, reis hún úr sæti, gekk að glugganum og dró tjöldin fyrir hann. Þá gekk hún til sætis, kyrrlát og hljóð. Hann tók að ásaka sig á nýjan leik, og hún sagði við hann: „Kristján, svona hef ég aldrei heyrt þig tala fyrr. Þú segist vera duglaus. Þú segist vera óhæfur til þess að gegna embætti þínu. Þetta er ekki rétt. Hvers vegna virðir fólkið þig, hvers vegna ber það traust til þín, hvers vegna þvkir því vænt uffi þig?“ „Nei, nei, góða mín!“ sagði hann, hlæjandi, á þetta hlusta ég ekki. Þú mátt ekki gera þig eins hégómlega og ég er, María! Já, fyrirgefðu mér, vina mín. „Þess þarftu ekki að biðja,“ svaraði hún. ,,Vissulega,“ sagði hann, „mér ber sífellt að afsaka mig. Ann- ars er slíkt hjal líka heimskulegt. Vitleysan er fólgin í þess- um sífelldu afsökunum mínum. Ég er einn þessara ástúðlegu prédikara, sem bið fólkið að afsaka það, að Drottinn skuli vera til. Prédikari í lagi! Segðu mér, María, skoðun þína á þess háttar sendiboða Drottins? Vertu nú hreinskilin!" Hann horfði á hana, en hún starði á kyrrlátan, suðandi log' ann í lampanum og hvarflaði ekki augum af honum. í augna- ráði hennar er ekki hverflyndi, hugsaði hann. Henni er ekki fisjað saman. „María, horfðu á þennan Drottins þjón og svaraðu mér.‘ Kona hans þrástarði í ljósið og svaraði engu. Hún er ekki fríð, ekki á almennan mælikvarða, en hún er fögur frá öðru sjónramiði séð. Hún er eins og hörð og vitur gyðja. „Vinan mín, þú ert falleg," sagði hann. Með þá sannfæringu í liuga sneri hann sér að skrifborðinu. „Það er ekki auðkenni á prédikara, að fólki þyki vænt um hann,“ sagði prestur. „Það máttu ekki segja, María. Þú naátt ekki láta hræsni mína hafa áhrif á þig, þá væri illa farið. Þer

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.