Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Síða 56

Eimreiðin - 01.10.1959, Síða 56
294 EIMREIÐIN „En þá get ég ekki þjónað lengur prestsembæti, María,“ hélt hann áfram. „Ég dugi ekki til þess að vera prestur alla þessa nótt. Veiztu, hvers konar nótt þetta er? Nei, við getum ekki leikið lengur innbyrlingaleik, ekki þessi hárfínu láta- læti. Þú skalt ekki framar dubba mig með því að segja, að fólk beri virðingu fyrir mér, treysti mér. Hvers konar pré- dikari er það, sem öllum geðjast að, en enginn vill hlusta á? Kökubakari í þjónustu kirkjunnar. Og hvers vegna ætti fólk að hlusta á mig? Hvernig geta þeir lagt trúnað á kenningu mína, þar sem ég er trúlaus?" „Kristján," sagði konan, og stóð mi að baki honum, „ei' það aðeins ég, sem hlusta á þig, lieldur þú það?“ „Nei, nei,“ svaraði hann hikandi, „ég get ekki komizt hja því að vita, að einhverjar heyrnir að auki hlusta á vesaldóm minn. En ekki bætir það úr skák, vina mín. Gallinn er sá, að trú mín er aðeins tilfinningasýki, lítilsigldur vani, þvaður og þvættingur. Ef ég væri trúaður, mundi ég hafa hjálpað hon- um. Þá gæti ég hjálpað. Þá hefði mér ekki brugðið, eins og mér liefði verið gefið á hann, þegar hann spurði mig, hvort ég gæti vakið son sinn upp frá dauðum. Ætli mér hafi ekki verið næst skapi að segja: „Já, ég get það. Ég þori ekki að full- yrða neitt um þetta.“ Hann teiknaði hraðri hendi á þerriblaðið. „Nú sé ég það greinilega. Fjandanum geðjast líka að kenn- ingu minni. Hann situr í pallstúkunni og segir: Þetta er ágætt. Nú sé ég það.“ „María,“ sagði hann með mikilli áherzlu, „veiztu hvaða nótt þetta er? Mikjálsmessunótt, nótt hins lieilaga Mikjáls. nótt dómarans. Þessi drengur dó í nótt, en ætli það sé liann, sem á að dæmast? Hver á að hljóta dóm? Hver er sekur? Et til vill kúasmalinn osr enginn annar? Eða vinnumennirnu', eða húsráðandinn, gestirnir? Eða ég? Ég var vissulega stadd- ur á heimilinu, þegar þetta gerðist. Hefði ég vitað, hvað var á seyði, mundi ég þá hafa varið liann? Allir erum vér sekir, e11 sök mín er svo mikil, að ég er of huglaus til þess að gera mel grein fyrir lienni, nema rétt sem snöggvast. Dómur á því að falla yfir mig. Ég veitti enga hjálp, meðan tími var til, og lijálpaði ekkert, þegar þetta hafði gerzt. En, María, skilu1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.