Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 60

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 60
298 EIMREIÐIN aí' hendi, sem við höfum, því að þau eru allslaus. Á morgun verða frekari úrræði. Leiguliðinn getur kannske dálítið." Hún fór í kápu og gekk út í blómagarðinn, og hann náði í hempuna sína og fór í hana. En hann fór aftur úr henni og lét hana á sinn stað, áður en hún kom. Hún kom með fullt fangið af síðsumarblómum. Ilmur þeirra minnti prestinn <>ðara á dauðann. En konan hans aðgreindi þarna inni í birt- unni þessi döggvotu blóm, mörg þeirra voru gömul og föln- nð, hrakin og hrjáð af regni og tekin að rotna. Að þessu búnu fór prestur af stað út til sandhæðanna, hann gekk fram hjá brunninum og mergilsnámunni, og rakt næt- urloftið kældi höfuð hans. En þegar hann kom að þriðja kotbænum, varð hann að nema snöggvast staðar. Hann fann að nýju hinn ókleifa múrvegg rísa framundan sér. Eg get þetta ekki, lmgsaði hann, hér er heilagur staður, og mér leyfist ekki að koma hér. Mundi ég óska þess, að vandalaus manneskja kæmi til mín, ef einhver ástvinur minn hefði dáið? En þá varð hann þess var, að hann var kominn alveg að dyrunum; hann fann, að hann liafði verið knúður þangað og að hugrekki hans hafði aukizt vegna dásamlegra áhrifa. Nú var orðið dimmt í eldhtisinu. Ilann sá ljósglætu tit um stofugluggann, en hann vildi ekki gægjast á gluggann i þetta sinn. Enginn kom til dyra, þegar hann knúði þær. I>eg' ar hann hafði árangurslaust barið að dyrum nokkrum sinnum, þreif hann til hurðarinnar og varð þess var, að enginn slag' brandur var fyrir henni að innanverðu. Hann gekk inn 1 eldhúsið og klappaði á stofuhurðina. Að vörmu spori opnaði faðirinn hana. Hann var með ljós í hendi, og hann starði Jengi á preslinn. „Ertu nú fær um það?“ sagði hann. „Hvar hafið þið lagt hann?“ spurði prestur. Og þegar fað- xrinn heyrði þessi orð, vék Iiann til hliðar, svo að presturinn gæti komizt inn. Yngri börnin sváfu í slagbekknum og 1 kössum. Elsta dóttirin sat hálfvakandi við borðið. Hjá stora rúminu logaði á öðru smákerti, og þar sat móðirin. Dreng' inn höfðu þau lagt í miðja hjónasængina, og prestur sá, að •ekki þurfti að nota línklæðin, sem hann kom með, í nótt, þvl

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.