Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 62

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 62
fílóðbrullaup. Harmleikur í þrem þáttum og sjö myndum eftir Federico Garcia Lorca. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Þýðandi: Hannes Sigfússon. Þýðandi Vögguþulu: Magnús Ásgeirsson. Leiktjöld: Lárus Ingólfsson. Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á þessu leikári var liarm- leikurinn „Blóðbrullaup" eftir spænska skáldið Federico Gar- cia I.orca, sem falangistarnir misþyrmdu og myrtu árið 1936. Skáldið var jxí aðeins 37 ára að aldri en hafði eigi að síður get- ið sér mikla frægð sem ljóða- og leikritaskáld. íslenzkum lesendum hefur allengi verið Lorca kunnur sök- um hinnar unaðsfögru þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar a Vögguþulu, sem vafalaust má telja meðal snjöllustu þýðinga hins mikla látna meistara. Hannes Sigfússon hefur eins og eðlilegt var notað þýðingu Magnúsar á Vögguþulunni og getur þess hæversklega, að við hlið hennar hljóti fátækleg viðleitni hans að fölna. Ekki er því að leyna, að Hannes Sigfússon stendur ekki enn Magn- úsi Ásgeirssyni jafnfætis, en þar með er ekki sagt að þýðing hans sé léleg. Þvert á móti ber hún víða snilldinni órækt vitm- Hvað segja t. d. ljóðavinir um þessar ljóðlínur: Rignir sandi. Yfir bliknuð blómin, yfir bikara blómanna bera þeir líkin tvenn. Ánnar er brúnablakkur, brúnadökkur hinn. Lágt með sárum söngvum, svílðu næturgali yfir bliknuð blómin.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.