Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 67

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 67
EIMREIÐIN 305 annars staðar. Með öðrum orðum, Jreir liafa ort kímniljóð af skyldu en ekki Jrörf. Það spillir nokkuð heildaráhrifum leiksins, að söngfólkið er mjög misjafnt. Þarna er úrvalssöngvarinn Kristinn Hallsson í li lutverki Stefáns veitingamanns. Mega braskarar áreiðanlega yel við una að eiga Jrarna svo glæsilegan fulltrúa fyrir stétt- "1;i, sem auk yfirburða í söng er mjög frambærilegur leikari. Steinunn Bjarnadóttir hefur oft sýnt, að hún kann að skapa serkennilegar persónur, enda er Kristín þvottakona ósvikin 1 nreðferð hennar. Sigurður Ólafsson og Jón Kjartansson eru skenrmtilegir lögregluþjónar, einkum lilýtur Jrað að hafa góð áhrif á lö gregluna almennt að eiga slíka söngmenn í ein- kennisbúningum. Hins vegar er Ólafur E. Jónsson (Sigurður Ólafsson) ef til vill fullmikill fáráður frá höfunda hendi. Erlingur Gíslason er vörpufegur strokufangi Jrótt söngur hans jafnist ekki á við veitingamanninn. Léle gur söngur Guðrúnar Högnadóttur er aðalgallinn á leikmeðferðinni, einkum sökurn Jress, að hún kann ekki að leika heldur. Hins vegar er hún mátulega lítið lagleg til þess aÖ auðvelt sé að trúa Jrví, að múta þurfi dómnefnd fegurðar- samkeppninnar til þess að hún fái verðlaunin. Einar Guðmundsson er ekki mikill söngmaður, enda er honum ekki ætlað beint sönghlutverk. Leikur lians fer batn- a"di eftir því, sem á leikinn líður, en hann þyrfti að vera eðli- 'e8ri í fyrsta Jrætti. Lafalaust verður „Rjúkandi ráð“ mörgum til ánægju í skammdeginu. Fyndnin er svo góðlátleg, að hún særir engan. Jerome Robbins. „Ballets: U. S. A.“ Ekki verður með sanni sagt, að Þjóðleikhúsið fari ekki vel 'h stað á 10 ára afmælisári sínu. Fyrst er sýnd ljóðaperlan »Elóðbrullaup“ og ]:>ar næst kemur í heimsókn afburðagóður ballet. heim, sem árum saman hafa vanizt klassiska ballettinum, kemur margt á óvart í „Ballets U. S. A.“ en ekki líður á löngu aðm hugkvæmni balletmeistarans og snilld dansaranna hafa utrýmt öllu öðru en hrifningu úr hugum leikhúsgesta. 20

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.