Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 74

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 74
Hugleiðingar um nokkrar sýnin^ar 1 myndlist 20. aldarinnar liafa gerzt margir furðulegir lilut- ir, sem konra mörgum kynlega fyrir sjónir. Abstrakt form myndlistar hefur fengið mjög misjaina dóma hjá þeim, sem um listir hafa rætt og ritað. Við íslendingar eigum nokkra ágæta forsvarsmenn þessarar listsköpunar, og hafa sumir þeirra áunnið sér virðingu og veg inn að hjarta alþjóðar. Sýning sú, er okkar ágæti málari, Þorvaldur Skúlason, hélt nú á þessu hausti, sýnir það vel, ltve mikinn kraft og l'egurð þessi listtúlk- un hefur upp á að bjóða. Myndir Þorvaldar bera það með sér, að þær eru unnar af kunnáttumanni og manni, sem brýtur livert viðfangsefni til mergjar og skilar því þannig fm sér, að varla geti betur farið. Sterkasta hlið Þorvaldur er lit- urinn og meðferð hans. Litnæmi lians er öruggt og fjölbrevtt, litabrigði og litasamstæður notuð af mikilli nákvæmni. Frum- byggingin er einnig mjög góð víða, en í sumum tilfellum virð- ist liturinn þó bjarga forminu, því það virðist oft ekki eins nákvæmt. Vatnslita og kiippmyndir Þorvaldur eru skemmti- legar og unnar á persónulegan hátt, og eru þær ekki síðrt, að mínum dómi, heldur en olíumyndirnar. Eitt er það þ°> sem rétt er að geta, og það er handbragðið og áferðin á mynd- unum. Stundum virðast slæðast í myndirnar blettir og slettur, sem ekki eiga þar heima, og einnig mismunandi gljái á olíu- myndunum, sem gerir það að verkuin, að það er ekki sama, hvernig birtan er, eða hvernig horft er á þær. Þetta eru atriði, sem mér finnst óþarfi að komi fyrir hjá jafnágætum málara og Þorvaldi. Annar málari, Hörður Ágústsson, sýndi einnig í haust og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.