Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 86
74
EIMREIÐIN
mensku, sem vér kennum og unnum í ljóðum hans, þá er það sú,
sem birtist í Tryggð, uppgerðarlausri, tillitssemi og glaðværri hæ-
versku, örfar, gleður og vekur áskyn ljúfrar fegurðar. Þannig orka
Ijóð Tómasar Guðmundssonar á mig. Ég les þau sem boðskap, er
á rætur sínar í djúpum lífsskilningi og bróðurlegum kærleika, sem
níðist á engu, en reisir allt til einhvers góðs og manni verðugs í leið-
inni. Fagurt og satt gæti verið yfirskrift yfir öllurn skáldskap Tóm-
asar, fegurð og sannleikur er sú bláa, tæra heiðríkja, sem yfir hon-
um hvelfist, en ljúf gamansemi sú angan, sem um liann líður. Þess
vegna er svo gott að vera með Tómasi, sitja tneð honum við sund-
in blá, ganga með honum um hans fögru veröld undir stjörnum
vorsins og dvelja lijá honum og hlusta á nið fljótsins helga, þegar
halla tekur degi:
Ég flyt Jrér vorsins óróleika í blóðið,
þann konungsdraum, sem stiklar stjörnuhöf,
Jrann stolta grun, sem yrkir dýpsta Ijóðið.
En lát þá heldur ekkert ögra þér
til andstöðu við það, sem helgast er:
Þá manndómslund, sem frjálsum huga fagnar,
en flærð og hatur knýr til gleymsku og þagnar.
Svo kveður Tómas.