Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 98
86
EIMREIÐIN
og Guðrún Ásmundsdóttir fór með
hlutverk Tessie, þjónustustúlkunn-
ar á heimili Barttets-hjónanna. All-
ir fóru þessi leikendur vel með hlut-
verk sín, en sérstaklega athyglis-
verður var leikur Guðrúnar. Þýð-
ing Sverris Thoroddsens á leiknum
var lipur og hnittin.
II.
Hinn 6. nóvember s. 1. frumsýndi
Leikfélagið leikritið „Timinn og
við“ eftir brezka rithöfundinn og
J. B. Priestley. Hefur höfundurinn
um áratugi verið talinn í fremstu
röð brezkra rithöfunda. Hann hef-
ur samið fjölda ritgerða, sem gefn-
ar hafa verið út í úrvali og margar
skáldsögur og leikrit, sem hlotið
hafa mikið lof bæði í heimalandi
höfundarins og annars staðar.
Fyrsta leikrit hans, Dangerons
Corner (1932) vakti þegar mikla
athygli og þótti bera ótvírætt vitni
um mikla dramatíska gáfu liöfund-
arins. Síðan lrefur Priestley samið
fjölda leikrita og hafa þau flest
verið sýnd víða um heim.
í leikritum sínum tekur Priesley
til meðferðar hin ýmsu vandamál
mannlegs lífs, bæði í gamanleikjum
og harmleikjum og í sumum þeirra
beinist hugur hans að heimspeki-
legum hugleiðingum, einkum að
ýmsum kenningum um eðli tímans
og áhrif hans á mannlífið. Má segja
að þetta efni hafi orðið einskonar
sérgrein Priesley’s. Þannig fjalla
leikritin „Tíminn og við“ (Time
and the Conways), „Ég lief kom-
ið hér áður“ (I have Been Here Be-
fore) og „Music at Night“ öll um
þetta efni, hvert á sína vísu. Þykja
þessi leikrit einna athyglisverðust
og áhrifamest allra leikrita höfund-
arins, enda eru þau mjög sérkenni-
leg og bera vott um skemmtilega
hugkvæmni hans. Leikrit Priestley’s
sem hér hafa verið sýnd, önnur
en „Tíminn og við“ eru: „Ég hef
kornið hér áður“, sem Leikfélag
Reykjavíkur sýndi árið 1943. „Gift
eða ógift“, er L. R. sýndi árið
1945 og „Óvænt heimsókn”, sent
frumsýnt var í þjóðleikhúsinu
haustið 1950.
í leikritinu „Tíminn og við“ er
meginefnið hin torræða spurning:
Hvað er tíminn? Er hann aðeins
hugarórar og blekking, eða er liann
illt og óhagganlegt lögmál, sem
ekki verður umflúið? Höfundurinn
gefur vitanlega ekki bein svör við
þessurn spurningum, en með því
að láta áhorfandann skyggnast bak
við fortjaldið til hins ókomna, gef-
ur hann í skyn, að þau öfl, sem
skapa mönnunum örlög, búi i
þeim sjálfum, rökrétt og óhaggan-
leg. Fjallar höfundurinn um þetta
efni á sérstæðan og áhrifamikinn
hátt og kemur áhorfandanum mjög
á óvart.
Leikritið er í þremur þáttunr og
gerist á heimili Conway-fjölskyld-
unnar. Frú Conway er ekkja og
býr með börnum sínum sex, fjórum
dætrum og tveimur sonum. Eru þau
öll uppkomin og ærið ólík um skap-
gerð og hugðarefni. Þegar leikur-
inn hefst er mikil glaðværð á Con-
way-heimilinu og margt skrafað því
að ein dætranna á tuttugu og eins
árs afmæli þetta kvöld. Fyrsti og
þriðji þáttur leiksins eru í nánum