Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 38
Yfir bústaði mannanna i'ærist kyrrð. Lágnættið breiðir mjúkan, en svalan væng sinn yfir hrjáð mannlífsins börn. Dagurinn er lið- inn, strangur erfiðisdagur eða langur iðjuleysisdagur. Allt um það — nóttin og svefninn, hvorttveggja hugljúft athvarf þreyttum dag- launamanni — jafnt og vonsviknum atvinnulausum verkamanni. Þegar mennirnir eru sofnaðir, fara nábúar þeirra, rotturnar, á kreik. Þær skríða úr fylgsnum sín- um og snuðra eftir æti; þær eru í stórum hópum og i'yrir tönnum þeirra stenzt ekkert annað en steinn og járn. Mennirnir hafa beyg af rottunni, viðkoma hennar er svo geysileg að þeir fá ekki rönd við reist. í bakporti hússins númer 47 við X-götu er stór hópur af rottum snuðrandi. Kjallari hússins er rottu- bæli og jörðin undir honum sund- urgrafin, tugir hundraða hafa hafst þar við árum saman. Þær eiga hreiður innan veggja, út frá hreiðr- unum leggja þær leiðir sínar út og upp um allt húsið. Þær fikra sig upp með vatns- og skólprörunum, grafa sig svo gegnum þiljurnar á ótal stöðum. Þegar kyrrð er komin á í íbúðum mannanna, reka þær hausinn út um götin og skima. Svo hefja þær hina grimmilegu herferð, og eftir þær liggur aldrei annað en skaði og eyðilegging. Stór og ferleg rotta fikrar sig upp eftir skólprörinu í íbúð Eiríks Brandssonar í húsinu númer 47 við X-götu og eru nokkrar rottur í fylgd með henni. Utan um vaskinn er skápur, en rotturnar hafa reynslu Hungurstríð á óttu af því, að ekkert ætilegt er geymt þar. Aftur á móti kannast þær við brauðpakkana, sem alltaf öðru hvoru eru geymdir í eldhússkápn- um. Þær hlaupa um skápinn, því að hann er lokaður — hlaupa, snuðra og tísta. Eftir að hafa snuðrað fram og aftur, tekur sú stóra til og fer að naga í einu horni skápsins niður við gólfið. Húsið er gamalt og viðir f'arnir að feyskjast, og miðar henni því vel áfram. Nú koma rotturnar hver af ann- arri upp í skápinn, þær hlaupa fram og aftur og tísta; þær núa sam- an hausunum og sletta til hreistr- uðum hölunum. Svo hlaupa nokkr- ar þeirra utan um eina og ráðast á hana — og verða þá hörkuáflog og gauragangur mikill. Sú stóra hættir að naga og skakkar leikinn. Hún hefur nú nagað sig gegn, niður við gólfið og rekur trýnið fram, fitjar upp á það og skimar í allar áttir; þá skríður hún í gegn, stendur kyr og hlustar, hlustar og skimar-----•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.