Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 72
60 EIMREIÐIN fyrir mér, að guð hafði heldur en ekki gabbað mig, þegar hann sendi okkur þennan ófögnuð heim aftur heilu og höldnu. „Haltu þér sjálfur saman," æpti ég viti mínu ijær. „Hvað eiginlega segirðu?" hróp aði faðir minn og spratt eins og örskot fram úr rúminu. „Mick, Mick,“ sagði mamma í angist. „Skilurðu ekki, að drengur- inn er enn ekki farinn að þekkja þíg-“ „Ég skil, að hann er betur alinn en hann er siðaður," sagði faðir minn og sveiflaði handleggjunum. „Það þyrfti að taka í lurginn á honum." „Það þyrfti að taka í lurginn á þér,“ æpti ég hamstola. „Það ætti bara að taka í lurginn á þér. Haltu þér saman.“ Nú var honum nóg boðið, og hann sló mig. En hann gerði það samt með hangandi hendi, eins og búast mátti við al' manni, sem mamma horfði á í dauðans angist. Höggið gat naumast heitið annað en dangl. En það sem gerði mig alveg örvita af bræði, var sú niður- læging að hafa hlotið högg af blá- ókunnugum ntanni, manni, sem hafði sloppið úr stríðinu og beint heim í rúmið okkar, eingöngu af því að ég var sá glópur að biðja fyrir honum. Ég grét og hljóðaði og þaut fram og aftur um herberg- isgólfið, en hann gnæfði yfir mér eins og eitthvert heljarbjarg. Ég held það hafi verið þá, sem mér skildist, að hann var sjálfur full- ur afbrýði. Og þarna stóð mamma á náttkjólnum einum saman og á svipinn eins og við hefðum slitið hjarta hennar sundur. Ég vonaði að henni liði eins illa og svipurinn benti til. Mér fannst henni það mátulegt. Upp frá þessum morgni var líf- ið mér sannkallað víti. Við pabbi vorum nú opinberir fjandmenn. Við háðum styrjöld, sem var í því fólgin, að hann reyndi að ræna ntig athygli mömmu og ég galt honum í sömu mynt. Ef henni varð fyrir að setjast á rúmstokkinn minn og segja mér sögu, þá var hann vís til að fara að leita að einhverj- um skóræflum, sem hann þóttist hafa skilið eftir heima, þegar hann fór í stríðið. En sæti hann á tali við mömmu, lét ég skrölta sem hæst í leikföngunum mínum, svo að þau sæju, að ég kærði mig kollóttan uffl skrafið í þeim. Eitt kvöld fauk þó í hann. Þá var hann að koma heim frá vinnunni og kom að mér, þar sent ég var að róta í kassanum og leika mér að þessum dýrgrip- um hans úr hernum. Mamma stóð undir eins á fætur og tók kassann af mér. „Þú mátt ekki snerta leikföngin hans pabba nenia hann leyfi þér það, I.arry,“ mælti hún grafalvar- leg. „Ekki notar pabbi leikföngin þín.“ En hvernig sem á því stóð, þa leit hann á hana, rétt eins og hún hefði gefið honum utan undir. Svo sneri hann sér undan hálf lúpn- legur. „Þetta eru engin leikföng," taiit- aði hann og tók kassann til þess að ganga úr skugga um, livort eg heíði tekið eitthvað úr honum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.