Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 102

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 102
90 EIMK.EIÐIN Og trúarjátningu skáldsins er að finna á bls. 142 í þessum orðum: „Mér finnst eilífðarþráin, eða eigum við að segja eilífðarvissan, allt of djúp- stæð í mannlegu eðli til að geta verið markleysa . . ." Þegar hann lítur yfir farinn veg og yfirvegar lífið, segir hann á bls. 144: „Um flest okkar er því svo farið, að við kunnum lítið með lífið að fara og gloprum því út úr höndunum á okk- ur. Það hef ég líka gert. Samt hef ég aldrei gert mcr upp þær annir, að ég gæfi mér ekki tíma til að dást að því, sem mér hefur þótt fallegt ..." Já, það er margt vel sagt og skarp- lega athugað í þessari bók, en maður hefur það helzt út á hana að setja, að hún sé of stutt, og að skáldið hljóti að eiga margt ósagt. En menn sætta sig við það í þeirri von, að sitthvað af því fái þeir að heyra í næstu ljóðabók Tómasar Guðmundssonar. Bragi Ásgeirsson listmálari hefur myndskreytt bókina, en þótt teikning- ar hans beri vitni listrænu handbragði, verða þær bókinni til lítillar prýði; er þar annað hvort um að kenna hroð- virkni prentmyndagerðarmannanna eða handvömm prentaranna. 7. K. Birgir Kjaran: FAGRA LAND. Ferða- pistlar og frásöguþættir. — Bókfells- útgáfan. Þetta er ein fríðasta bók að ytri og innri búnaði, sem kom á markaðinn í kauptíðinni fyrir jólin í vetur. Hún flytur 23 ferðasögur og þætti og í henni eru margar fallegar myndir, sem höfundurinn hefur flestar tekið sjálf- ur, en nokkrar eru eftir ferðafélaga hans. Birgir Kjaran hefur, sem kunnugt er, lengi verið mikilvirkur og smekk- vís bókaútgefandi, en lítt hefur hann látið á sér bera sem rithöfundur sjálf- ur. Hann hefur komið á framfæn mörgum góðum verkum annarra höf- unda, en hér er hann í tvöföldu hlut- verki: bæði sem rithöfundur og út- gefandi, og ferst hvorutveggja vel úr hendi. Fagra land er óður til lands og sögu, sem oft og tíðum verða ekki aðgreind. Þættirnir fjalla um ferðir höfundar og félaga hans innanlands, og hann þarf engan veginn að fara neinar lang- ferðir til þess að koma auga á frásagn- arverða hluti. Hann er næmur skoð- andi, sem sér fegurð og litbrigði lífs- ins í ýmsu því smæsta, sem flestuni yfirsést í hraða og fálmi hversdagsins. Stillinn er viðast látlaus en ljóðrænn, og fellur vel að efni því, sem um er fjallað hverju sinni. Höfundurinn lýs- ir litum og lífi, gróðri og grjóti, vatni og ís, mönnum og dýrum — ávallt með jákvæðri afstöðu, en ívaf margra frá- sagnanna er saga og skáldskapur, og það er einmitt þessi „komposition", sem gerir bókina bæði sérstæða og hugnæma. Þetta er lofgerð til íslenzkr- ar náttúru, eins konar ættjarðarkvæði, án stuðla, en borið uppi af hlýjum tilfinningum. Það leynir sér ekki að höfundurinn er glöggur náttúruskoð- ari, og í Fagra landi gefur hann les- endunum hlutdeild í því sem hann hefur séð og notið. I. K. Jón Eyþúrsson: VATNAJÖKULL. Desemberbók Almenna bókafélags- ins. — 72 myndir, margar heilsíðu- myndir. Prentsmiðjur: Oddi h.f. og Offsetpr. Litbrá. Það var ekki seinna vænna að gefa út vandaða myndabók af mesta jökli vorum og álfunnar, sýna þar með, að hægt er að taka góðar myndir af öðru en skógarhríslum og uppstillingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.