Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 60
48 EIMREIÐIN þetta lægi ekki fyrir við „réttarhöldin",1) enda hefði konungsmönnum þá e. t. v. orðið nokkuð erfiðara um vik, að ryðja stúlkunni úr vegi. 1 Lögmannsannál (?) segir á þessa leið: 1319 „Dáinn Hákon konungur' (háleggur) ... Dauði síra Hafliða Steinsson- ar a.f Breiðabólsstað. ... Hann var mikils háttar maðr,__Hann fór utan og var hirðprestr herra Eiríks konungs. Bar þat þá til, er Margét, dóttir Eiríks konungs, var búin í Björgyn ok hana skyldi flytja til Skotlands, sem HON VOTTAÐI SJÁLF SÍÐAN, ÁBR EN HON VAR BRENND í NORÐNESI — „at þá er ek var þetta sama port ofan flutt — ... var islenzkr prestr| er Hafliði hét, með feðr mínum, Eiríki konungi, og þá er klerka þraut sönginn, hóf hann síra Hafliði upp veni creator spiritus, ok þann ymna sungu þeir út, svá sem ek var á skip borin." Þetta it sama sannaði síra Hafliði, þá er hon- um var sagt, at SÚ SAMA MARGRÉT hafði brennd verið í Norðnesi" o. s. frv. Það fer varla milli mála, að hér er um mikilvæga sönnun að ræða fyrir sakleysi stúlkunnar. Henni hefur verið minnisstæð skilnaðarstundin við foreldrana fyrir 10 árum, og í fangelsishliðinu á leið til aftökunnar rifjast upp fyrir henni sálmasöngur hins íslenzka prests, sem hún vitan- lega hefur þekkt og munað, þar sem hann var kapelluprestur hennar og kennari. Henni er synjað um að Islendingurinn yrði kvaddur vættis um þetta, sem eitt með öðru sýnir hverskonar „réttarfar" var hér á ferð- um. Síðar, þegar þetta berst til eyrna hans hingað út til íslands, stað- festir hann frásögn stúlkunnar í einu og öllu. Það verður ekki fram hjá því gengið, að hér er mikil sönnun á ferðum, raunverulega áþreif- anlegasta sönnunin fyrir sakleysi stúlkunnar, sem tiltæk er sem nú er komið. Sérstaklega ber að veita því athygli, að frásögn Lögmannsann- áls ber það með sér, að sr. Hafliði og annálsritarinn eru báðir sann- færðir um, að stúlkan hafi sagt satt, sbr. hinar (af mér) feitletruðu setn- ingar hér að framan, „hon vottaði sjálf, o. s. frv. . . . sú sama Margrét, o. s. frv." Þeir eru ekki í neinum vafa, þessir merku menn, og samtíma- menn þessara atburða, að dómsmorð hafi verið framið á stúlkunni- Vætti þeirra, sem felur þannig í sér tvöfalda sýknusönnun, hlýtur um alla tíma að vera ærið þungt á metum sögu og réttlætis. Þá er í þriðja lagi þess að geta, sem einnig hlýtur að verða þungt á metunum, að stúlkan stóð fast á því fram í dauðan og hvikaði aldrei frá því, að hún væri Margrét dóttir Eiríks konungs. Lítill vafi er á því, að hún hefði getað bjargað lífi sínu með því að falla frá þessari staðhæf- ingu, enda má ætla, að henni hafi einmitt verið valinn hinn ógnvekj- andi dauðdagi til þess að þvinga fram slíka „játningu". En það bar sem sagt ekki árangur. 1) Andreas Munch segir, að stúlkan hafi beiðst þess, að leitað yrði vitnis- burðar sr. Hafliða, sem er og mjög trúlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.