Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 16
4 EIMREIÐIN lendra fræðimanna. Hún hefur borið nafn Sæmundar út um víða veröld, þar sem íslenzk og norræn fræði eru stunduð. Á 17. öld var skinnhandrit frá 13. öld með flestum Eddukvæðunum í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti. Brynjólfur kallaði bók þessa Sæmundar-Eddu, því að hann hugði, að Sæmundur hefði annað hvort ort kvæðin eða safnað þeim saman. Handrit þetta sendi Brynjólfur biskup konungi að gjöf, og er handritið kallað Konungsbók og enn geymt í hinu Konunglega bókasafni í Kaup- mannahöfn. Nútíma fræðimenn telja að Sæmundur hafi alls ekki ort kvæði þessi, því að þau séu eldri en frá hans tímum, og ort af fleiri en einum höfundi og í fleiri en einu landi. Þeir telja enn fremur að engin rök liggi til þess, að Sæmundur hafi safnað þeim saman. Enginn hinna fornu rithöfunda vorra hefur skrifað sögu Sæ- mundar. Hann lifði á því tímabili, sem kallað er í sögu vorri Frið- aröld. Heimildir eru ekki margar um þann tíma, og er því frem- ur lítið vitað um ævi Sæmundar. En í þeim íslenzkum sögum, er gerast á dögum Sæmundar, er hans getið. Vil ég nú rekja það helzta, sem heimildir segja um hann. Víða er hans getið í ættartölum, enda er sýnt að mönnum hefur þótt sómi að því að rekja ætt sína til Sæmundar fróða. Faðir hans var Sigfús prestur í Odda, er kominn var í beinan karllegg frá Hrafni hinum heimska landnámsmanni, en hans ætt er rakin til fornkonunga Dana. Móðir Sæmundar var Þórey Eyjólfsdóttir hins halta á Möðruvöllum í Eyjafirði, Guðmundssonar hins ríka. Kona Eyjólfs halta, amma Sæmundar, var Ingveldur dóttir Síðu-Halls. En eins og kunnugt er, var Síðu-Hallur einn bezti maður, sem frá er sagt í íslendingasögum. Forníslenzkir annálar telja, að Sæmundur sé fæddur árið 1056, eða sama ár og ísleifur Gissurarson var vígður Skálholtsbiskup. Kemur nú löng eyða, er ekkert er vitað um Sæmund. Að líkindum hefur faðir hans verið vel efnaður. Sæmundur mun hafa verið bráðþroska og kjarkmikill, og þótt sýnt þegar í æsku hans, að hann myndi verða mikill gáfumaður. Hann hefur farið ungur utan til náms. Forníslenzkir annálar — Konungsannáll — segir, að hann Sæmundur á selnum, höggmynd Ásmundar Sveinssonar; ljósmyndin tekin á sýn- ingu, „Salon d'Automne" í Paris 1928. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.