Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 14
2 EIMREIÐIN síður við að sjá þar en hans. Að því nafni leitaði ég en fann ekki. Þetta nafn var Sæmundur Sigfússon. Sæmundur Sigfússon, er kallaður hefur verið í sögu og sögnum hinn fróði, var fyrsti Norðurlandabúi, er stundaði nám í Sor- bonneskóla. Námsdvöl hans þar hefur að sjálfsögðu þótt tíðindum sæta í samtíð hans, og hún orkaði svo mjög á ímyndunarafl þjóðar- innar, að hún varð yrkisefni hennar í margar aldir eftir dauða hans, og hann varð ein nafnkunnasta persóna íslenzkra þjóðsagna. Vart hefur sá íslendingur verið til, allt frá dögum Sæmundar, er ekki hefur heyrt hans getið. Sennilega hafa farið að myndazt þjóð- sögur um Sæmund þegar í samtíð hans, og þær héldu áfram áð skapast, breytast og varðveitast allt fram á síðustu aldir. Það hefur ekki aðeins verið skólavera Sæmundar í Frakklandi, sem hefur orðið fræg í samtíð hans og hugarsmíðum þjóðarinnar gegnum þær aldir, sem liðnar eru frá dauða hans, heldur hinir miklu vitsmunir hans, samfara lærdómi, og ráðsnilli, er ollu því, að samtíðamenn hans leituðu til hans, er þeim þótti mikils við þurfa. Eftir dauða hans fara svo að myndast sagnir um, að hann hefði skyggnzt dýpra og vitað meir um dulmögn tilverunnar, en allir aðrir samtíðarmenn hans hér á landi. Og alþýðan íslenzkaði nafn Sorbonneskóla og nefndi hann Svartaskóla. Og svo kom, að hún taldi að fræði þau, er Sæmundur hafði numið þar, hefðu verið „svörtukúnstir", og skólastjórinn, höfundur svörtukúnsta, fjandinn sjálfur. En gáfur Sæmundar voru svo miklar, að hann drakk í sig öll þau vísindi, er skólastjórinn hafði á valdi sínu, og varð Kölska og árum hans snjallari í þekkingu og bragðvísi, og gat kvatt þá sér til aðstoðar, ef honum þótti svo við þurfa. Hann gat haft þá sem mikilvirkar vélar, er hann stjórnaði, án þess þó að nokkrir menn biðu tjón við það, andlegt eða líkamlegt. í sagnaskáldskap alþýðunnar er talið, að flestir menn aðrir, er höfðu hlotið slíkan lærdóm í dulvísindum sem Sæmundur, hefðu orðið að veðsetja sál sína fjandanum að launum. En vitsmunir Sæmundar voru svo miklir, að hann gat jafnan snúið á þann gamla í samningum og varðveitt sál sína frá því að lenda í klóm hans. Hún er skáldleg og skemmtileg, og felur í sér mikið mannvit, þjóðsagan um það, hvernig Sæmundur slapp úr Svartaskóla. Og þótt hún sé alkunn, þá vil ég samt rifja hana upp til skýringar þvi efni, sem ég tala hér um:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.