Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 68
56 EIMREIÐIN hann hreint og beint gróinn við jörðina, svo að ég togaði þéttings- fast í frakkalafið hans. En það var engu líkara en hann tæki ekki eftir því. Þetta var alveg gagnstætt við mömmu, sem alltaf var vön að ávíta mig, ef ég sýndi þrálæti, og segja: „Larry, ef þú hagar þér ekki betur, þá skaltu eiga mig á fæti." Ég gaf honum hornauga rannsak- andi, velti því fyrir mér, hvort ég ætti að fara að skæla, en mér sýnd- ist hann eitthvað svo fjarlægur, að slíkt mundi ekki hræra við honum. Það var eins og maður gengi við hliðina á fjalli. Ýmist tók hann ekkert eftir því, þótt ég þrifi í hann, eða hann skotraði augunum niður til mín rétt eins og honum væri skemmt. Aldrei hafði ég fyrir- hitt nokkurn svo upptekinn af sjálf- um sér. Þegar við settumst við teborðið, var aftur byrjað að „tala við föður þinn." Nú snerust samræðurnar um kvöldblaðið, sem hann lagði frá sér annað veifið og sagði henni fréttir úr. Að mínu áliti var þetta hreinn fláttskapur. Ég var reiðubúinn að keppa við hann um athygli mömmu að jöfnum leik, en þegar hann gat barizt með vopnum, sem aðrir lögðu honum upp í hendur, urðu sigurhorfur mínar harla litlar. Hvað eftir annað reyndi ég að skipta um umræðuefni, en það kom fyrir ekki. „Þú átt að hafa lágt, meðan pabbi er að lesa, Larry," sagði mamma óþolinmóð. Það leyndi sér ekki að henni fannst meira varið í að tala við hann en mig eða þá að hann hafði einhver heljartök á henni, svo að hún þorði ekki að segja eins og henni fannst. „Góða mamma mín," sagði ég, þegar hún var að breiða ofan á mig um kvöldið. „Heldurðu ekki, að guð sendi pabba aftur í stríðið, e£ ég bæði hann ósköp vel?" Hún virtist hugsi stundarkorn. „Nei, væni minn," sagði hún og brosti við. „Það held ég, að hann mundi ekki gera." „Og af hverju ekki, mamma?" „Af því að stríðið er búið, væni minn." „En mamma, guð gæti búið til nýtt stríð, ef hann bara vildi." „Nei, drengur minn. Það er ekki guð, sem býr til stríð, það eru bara vondir menn." „Svo—já," svaraði ég. Þetta voru nú meiri vonbrigðin. Mig fór að gruna, að guð væri ekki eins mikill og ég hafði haldið hann vera. Ég vaknaði snemma næsta morg- un, eins og ég var vanur, og það sauð enn i mér. Ég samdi langt samtal, þar sem frú Hægri kvart- aði undan öllu því stríði, sem hún hefði átt í við föður sinn, unz hann komst á sinn stað. Mér var reyndar ekki vel ljóst, hvar þessi sinn staður var, en mér fannst það bara rétti staðurinn fyrir pabba. Því næst dró ég stólinn að glugganum. Það var tekið að birta af degi, en samt var eins og einhver sektarblær hvíldi yfir dagsbrúninni, og mér fannst engu líkara en ég hefði staðið mátt- arvöldin að verki. Ég var eins og fyrri daginn barmafullur af fyrir- ætlunum og læddist nú inn til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.