Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 16
196 EIMREIÐIN kennslustóll í engilsaxnesku eða fornensku endurreistur 1916 og Craigie kjörinn prófessor, en starfssvið víkkað, svo að hann gæti haldið áfram að kenna forníslenzku. Sagt er, að íslenzku hafi hann mest kennt á heimili sínu. Eftir heimsstyrjöldina fyrri voru Bandaríkjamenn mjög á hnot- skóg eftir vísindamönnum á ýmsum sviðum og varð gott til manna. Árið 1925 tók Craigie boði Chicago-háskóla unr prófessorsembætti, en tilgangurinn var fyrst og fremst sá, að hann skyldi stjórna því mikla verki að semja orðabók yfir anreríska ensku. Hann lét af prófessorsembætti í Chicago 1936, en hafði yfirstjórn á oi'ðabókar- verkinu þar til bókinni var lokið 1944. Árið 1925 byrjaði Craigie á orðabók yfir fornskozku, og kom fyrsta bindi hennar út 1937. Vegna erfiðleika, sem að nokkuru leyti stöfuðu af heimsstyrjöldinni síðari, gátu þó ekki nema tvö bindi (stafirnir A—H) komið út undir stjórn lrans. Aðrir urðu til að ljúka verkinu með þriðja og stærsta bindi bókarinnar, sem kom 1963. Margur mundi ætla, að málfræðingur svo afkastamikill um orða- bókasnríð, sem Craigie var, hefði hlotið að takmarka störf sín við lrrein nrálvísindi, en svo var engan veginn um hann. Hann fékkst jafnan öðrum þræði við bókmenntir og jafnvel söguleg efni. Fjöl- lræfi hans sýndi sig meðal annars í skerf þeim, er hann lagði til íslenzkra og norrænna fræða, og varð þó málfræðin ekki út undan þar. Hann birti í októberhefti tímaritsins Scottish Review 1896 rit- gerð um kvæði og lausavísur fornra norrænna skálda, fyrirsögn The Poetry of the Skalds. Þar tekur hann upp þá nýjung að þýða skáldskap þeirra þannig á ensku að halda bragarháttum, stuðlum, höfuðstöfunr, hendingum og aðalhendingum, svo sem er á frum- málinu. Telur hann, að list hinna fornu skálda liggi vanalega því nær eingöngu í forminu, og ef þeir, senr þýða íslenzkar sögur á erlend mál, treysti sér ekki til að halda því í þýðingum, ættu þeir helzt að sleppa vísum og kvæðunr. Ritgerð Craigies er mér ekki tiltæk, og eru þessi ummæli hans hér tekin eftir ritdómi Valtýs Guðnrundssonar í Eimreiðinni 1897. Sýni af þýðingum Craigies ásamt vísum á frummálinu eru í ritgerð Snæbjarnar Jónssonar, „W. A. Craigie“, í Eimreiðinni 1927, sem er endurprentuð með fyrirsögn „Sir William Craigie“ í bók Snæbjarnar, „Misvindi 1964. Sama ár og Craigie birti ritgerð þá, er nú var getið, gaf hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.