Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 71
RITSJA 251 það áður, að hann er rnaður mikillar hagmælsku. Þessi nýja bók lians ber öll merki þeirrar íþróttar. í þetta sinn lætur Þorsteinn að mestu fyrir róða Iiefðbundið limruform enskt, eða öllu lteldur hann leikur sér að því á marga vegu skemmtilega. Hér sem annars staðar nýtur Þorsteinn þess, hve vei Iiann er kunnugur íslenzkri ljóðhefð, og raunar eru sumar vísur þessarar bókar ekkert annað en venjulegar braghendur, þótt Þorsteinn kjósi lield- ur að kalla þær „fimmlínur". Ég nefni dæmi, hnyttilega vísu, sem nefnist „Tröllasaga": Skellibjulla flúði d jjöll °g fór með sköllum; missti kristni mjiig hjá tröllum; en meydóm hélt hún — svo til öllum. Bók Þorsteins er annars skipt í fjóra kafla, sem nefnast Vissi ég dal, Á fisk- öld, Laxinn brjóstgóði og Fiðrildi. Nokkra hugmynd gefur þessi kafla- skipting um eðli vísnanna. Vafalítið er fyrsti kaflinn sá, sem beztan skáld- skap hefur að geyma. Næm náttúru- skynjun liefur löngum verið aðals- merki Þorsteins Valdimarssonar, þótt gagnrýnendum hans hafi á stundum þótt luin ívið of rómantísk. Hið knappa form „fimmlínunnar“ (vont orð) hindrar að mestu það málskrúð, sem að mínunr dómi hefur stundum áður spillt ljóðum Þorsteins, og les- andinn skynjar landið eða sér það nýrri sýn: Vissi ég dal milli Dimmufjalla og duna streng fyrir rauðri rós á eyri; en við úrgan foss arnarskúta. „Dögun í skógi“ nefnist þessi: Hingað drifur drótt u?n götig dynlétt að heyra; lengi hefur Ijúfan söng lagt mér að eyra; dagur er á vœngjum i viði. Næstsíðasta vísan í þessum flokki heitir „Heimkoma" og er þannig: l'.ldstó i horni; himinn blár horfði frá rjáfri; skemill og lár; autt og kalt — en kunnugt allt; liveldvindur strauk mér um brár. Aðrir kaflar þessarar ljóðabókar cru ádeilukenndari, gagnrýnni. Ádeila Þorsteins er sjaldan beinskeitt eða hörð, en því ísmeygilegri og þeint mun áleitnari. Stundum er Þorsteinn ekkert að skera utan af hlutunum, svona lýsir hann siðferðilegum Þyrni- rósusveíni íslenzku þjóðarinnar: Senn festir þú draumlausan dúr, og dvalanum raknarðu ei úr til að kvíða né sakna, — ný kynslóð mun valtna með kjaftinn fullan af gúr. Vísan um Krata virðist mér annars hnyttilegust: Gamla Vilmundarvitið er vitanlega orðið slitið á stöku stað — svo þeir stiga ekki i það nema stundum, eins og þið vitið. En þessi sönnust, „Tölvitinn" nefn- ist hún: Rassinn setlist á reikningstokkinn og kvað:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.