Eimreiðin - 01.01.1971, Page 15
Um höfundarétt og höfundalög
Framsöguræða á Alþingi, er frumvarp til nýrra höfundalaga
var lagt fram í vetur
Eftir
Gylfa Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra
Gylfi Þ. Gíslason
Efni höfundalaga er að veita réttarvernd á tilteknum andlegum
verðmætum, þ. e. a. s. bókmenntum og listum. Tilgangur höfunda-
laga er að viðurkenna rétt höfunda til umráða yfir verki sínu, en
slík umráð geta verið ýmist fjárhagslegs eða persónulegs eðlis. Þau
verðmæti, sem menn geta haft tekjur af og njóta almennrar réttar-
verndar, geta verið með ýmsum hætti. Lögfræðingar greina þar m.
a. á milli svonefndra líkamlegra hluta, þ. e. a. s. fasteignar og lausa-
fjár og ólíkamlegra verðmæta, svo sem orku, auðkenna, t. d. vöru-
merkja og hugverka, þ. e. a. s. verka á sviði bókmennta, lista, vís-
inda og tækni. Það er hlutverk höfundalaga að vernda meginhluta