Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 19
UM HÖFUNDARÉTT OG HÖFUNDALÖG
15
Það frumvarp sem hér er flutt, er að stofni til eins og frumvarp-
ið frá 1962 nenia livað gerðar liafa verið á því breytingar í samræmi
við þá þróun, sem orðið hefur síðan frumvarpið var samið og þá
sérstaklega með hliðsjón af ákvæðum Stokkhólmsgerðar Bernarsátt-
málans. Frumvarpi frá 1962 fylgdi mjög ýtarleg greinargerð sam-
in af dr. Þórði Eyjólfssyni um hlutverk og efni höfundalaga og ná-
kvæmar skýringar á einstökum ákvæðum frumvarpsins. Þessu frum-
varpi fylgir síðan í greinargerð skýringar á þeirn breytingum, sem
felast í þessu frumvarpi við ákvæði frumvarps frá 1962. Sé ég þess
vegna ekki ástæðu til þess að rekja ákvæði frumvarpsins í einstök-
um atriðum. Ég læt mér nægja að taka fram, að ákvæði þessa frum-
varps eru í samræmi við nýjustu gerð Bernarsáttmálans frá 1967, en
að honum gerðist ísland aðili 1947 og virðist því eðlilegt, að fslend-
ingar lagi nú löggjöf sína að nýjustu gerð sáttmálans. Þá er óhætt
að staðhæfa, að ákvæði þessa frumvarps séu í öllum meginatriðum
í samræmi við höfundalög þeirra nágrannaþjóða, sem við erum
skyldastir að menningu og hliðstæðar réttarreglur gilda lijá að öðru
leyti.
Samtök íslenzkra listamanna og þá ekki sízt samtök íslenzkra rit-
höfunda hafa á undanförnum árum lagt mikla áherzlu á, að ákvæði
íslenzkra höfundalaga væru orðin ófullnægjandi og er það rétt. Af
þeim sökurn hefur verið efnt til þeirrar endurskoðunar á frum-
varpinu frá 1962, sem nú hefur farið fram og málið nú lagt fyrir
hið háa Alþingi.