Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 21
BÓKAVERÐ OG INNKAUPAFYRIRKOMULAG 17 kaup) komum við verðinu niður í kr. 24,00 fyrir bókina innbundna. Upplagi er 3500 eintök. Að vísu er bókin frjáls svo að ekki þarf að greiða höfundarlaun, en eins og sýnt mun verða hér á eftir eru höf- undarlaunin ekki þýðingarmesti liðurinn í bókarverðinu. Meðan við bíðum svars frá út- gáfufyrirtækinu vil ég koma með annað dæmi til skýringar. Það er tveggja ára gamalt og í þetta skipti varðar það ekki Gyldendalsforlag- ið. Sú bók sem ég hef í huga kost- aði 22 kr. út úr búð. Menningar- sjóðurinn hlýtur því að hafa greitt kr. 12.650,00 fyrir 1000 eintök. Ég hef látið reikna út kostnaðinn. Setning og prentun á 2000 eintök- um taldist vera 6800 kr. Þar við bætazt 60 aur. á eintak vegna heft- ingar. Bókasafnsmiðstöðin fékk bókin í örkum — þannig kemur heftigin til að kosta 600 kr. fyrir 1000 eintök. Þá eru komnar 7400 kr. Bætum síðan við hluta útgáf- unnar af höfundarlaunum fyrir 1000 eint. kr. 2200,00 og þá erum við komnir upp í 9600 kr. Eins og ljóst er hefur útgáfan — eftir innkaup Menningarsjóðsins — grætt 3050 kr. auk 1000 eintaka sem þegar eru greidd. Eigum við að halda þessum út- reikningi áfram? Þessi 1000 ókeypis eintök voru seld í bókaverzlunum (auðvitað voru þau það í þessu tilfelli). Ef við reiknum með hæsta afslætti til bóksalans sem getur numið allt að 40% kemur í Ijós að útgáfan hefur fengið í sinn hlut kr. 13.200,00 og bóksalinn 8800 kr. Af tekjum sín- um, alls kr. 16.250,00 verður útgáf- an að sjálfsögðu að greiða höfundi 2200 kr. Auk þess mun hann fá úr Menningarsjóðnum alls kr. 4400. Tekjur hans af bókinni verða því samtals kr. 8800,00. Þetta gefur tilefni til athyglis- verðra athugana: 1000 eintökin hafa kostað Menn- ingarsjóðinn kr. 12.650,00 að við- bættum höfundarlaununum, kr. 4400,00. Fyrir hin 1000 eintökin hafa norskir bókakaupendur greitt kr. 22.00.00 Þetta verður því sam- tals kr. 39.050,00. Hver hefur svo fengið þessa pen- inga? Jú, þeir skiptast á eftirfar- andi hátt: Útgefandinn ............ 14.050 Bóksalinn ................ 8.800 Höfundurinn .............. 8.800 Prentarinn ............... 7.400 Þær 14.050 kr. sem renna til út- gefandans eru auðvitað ekki hreinn gróði. Útgefendur vinna líka. En þegar ljóst er hver raunverulegur kostnaður er við útgáfu bókar og hve mikið bætist við útgáfukost- naðinn — þá getur það vakið þá spurningu hvort bókadreifingin sé ekki orðin of gamaldags. Sam- vinnufélagsskapur rithöfunda myndi sennilega geta gefið út langt um ódýrari bækur. Tölurnar sýna að minnsta kosti að ég hef ekki á röngu að standa í þeirri fullyrð- 2

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.