Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 22
18 EIMREIÐIN ingu sem ég hef oft enclurtekið á opinberum vettvangi: Hinar 14.050 krónur sem renna til útgefandans eru að sjálfsögðu ekki gróði. En tölurnar staðfesta endurtekna fullyrðingu mína: Innkaupafyrirkomulagið á norsk- um bókmenntum stuðlar fremur að því að styrkja útgefendur og prentsmiðjur en höfundana. Norsk- ir rithöfundar nú á dögum eru lág- launafólk. Mér er óskiljanlegt að fyrirsvarsmenn rithöfunda skuli fylgja og verja þetta fyrirkomu- lag. En þegar innkaupafyrirkomulag- ið er gagnrýnt lendir maður í slæm- um félagsskap. Framhaldsskóla- kennari nokkur úr nágrenni Björg- vinjar er t. d. orðinn stórþings- maður fyrir hægri flokkinn. Á þinginu lét hann í Ijós áhyggjur í sambandi við innkaup Menningar- sjóðsins. Með öryggi svefngengils- ins tókst honum að sjálfsögðu að velja til upplesturs úr Ijóðabók (Stig Holmás: „Vi er mange“), sem auðvitað ætti að kaupa og dreifa fyrir eins mikið af ríkisfé og unnt væri. En ég mun taka mér vara fyrir að bera við á slíkt bókabál. í stað þess fer hér á eftir tillaga um endurskoðun á innkaupafyrir- komulaginu: Keypt skulu 1000 eintök af öll- um bókum eins og nú er gert. En fyrir bækurnar greiði sjóðurinn að- eins raunverulegan framleiðslu- kostnað fyrir setningu, prentun og heftingu, auk ákveðins hundraðs- hluta upp í heildarkostnað útgef- anda. Endurskoðun framleiðslu- kostnaðarins skal byggja á prent- smiðjureikningi — og samkvæmt mati, er léti verð á dýrari frágangi verða einkamál útgefandans. Aftur á móti annist sjóðurinn allt sem viðkemur höfundarlaunum. Laun- in reiknist ekki út í prósentum af verði bókar eins og nú tíðkast (fyr- irkomulag sem freistar höf. til að fá verð bókar sinnar sem hæst), en í stað þess séu ritlaun greidd sam- kvæmt föstum taxta er í minnsta lagi skal vera helmingi hærri en höfundar fá nú. Verði bókin sölu- bók k'emur höf. aftur við sögu — með prósentur. En fleira þyrfti að taka til athugunar við slíkt fyr- iikomulag. Otgáfa myndi dragast saman, það yrði erfiðara að fá bæk- ur gefnar út og slíkt myndi bitna á ungurn tilraunarithöfundum. Við yrðum því að stofna til útgáfu árbóka sem birtu liið bezta úr Ijóða- og smásagnasöfnum er ekki yrðu gefin út sérstök. Árbækurn- ar yrðu að vera fjárhagslega tryggð- ar. Ég gæti líka hugsað mér smá- vegis starfsstyrk eða fyrirfram- greiðslu ritlauna til höfunda sem ábyrgir trúnaðarmenn (konsúlent- ar) útgefenda réðu frá að gefa út, en sæju eitthvað jákvætt við verk þeirra, sem bæri að vinna betur að. — Að svo mæltu er tillaga þessi lögð fram til umræðu. Aðaltriðið er að okkur ber öllum að styðja norskar bókmenntir með opinberu fé. Við erum aðeins ósammála um á livern hátt fénu skuli verða var- ið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.