Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 25
Sjónvarp á íslandi Eftir Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal í tilefni af 40 ára afmæli Ríkisútvarpsins í vetur flutti það nokkur erindi um fjölmiðla á íslandi. Benedikt Gröndal formaður útvarpsráðs ræddi einkum um sjónvarpið og aðdraganda þess hér á landi og birtist erindi hans hér í heild. I Sjónvarp er þáttur í daglegu lífi á níu af hverjum tíu heimilum á íslandi. Það rýfur einangrun héraða og einstaklinga, flytur fróðleik og list og styttir þjóðinni stundir. Engri tækninýjung hefur verið tekið nteð meiri áhuga hér á landi. Ibúar lieilla byggðarlaga hafa boðið fram lánsfé og sjálfboðavinnu til að koma upp endurvarpsstöðvum, ef þær fengust ekki nógu fljótt á annan hátt. Á aðeins fjórum árum hafa yfir 36.000 lieimili eignazt móttöku- tæki, en alls eru heimili í landinu liðlega 40.000. Þegar á allt þetta er litið, virðist næsta ótrúlegt, að íslendingar skuli hafa verið meðal síðustu þjóða að koma sér upp sjónvarpi, og það hafi kostað harða baráttu í meira en áratug. Forráðamenn Ríkisútvarpsins mættu í fyrstu áhugaleysi, en síðar beinni andstöðu, er þeir gerðu tillög- ur um íslenzkt sjónvarp. Er af því mikil og næsta furðuleg saga, og flettast inn í liana utanríkis- og varnarmál, menningartogstreita og margvísleg stjórnmál, eins og nærri má geta.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.