Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 31
SJÓNVARP Á ÍSLANDI 27 lenzka sjónvarpsins eins og ekkert væri. En Keflavíkurmálið ýtti óneitan- lega á eftir og hefur ef til vill flýtt íslenzku sjónvarpi um 1—2 ár. Toll- tekjur af tækjum, sem keypt voru til að horfa á Keflavíkur dagskrána, komu íslenzka sjónvarpinu til góða. Þær tekjur hefðu komið hvort sem var, en nokkru síðar, ef aðeins hefði verið urn íslenzka sjónvarpið að ræða. Við skildum þar við, sem sjónvarpsnefndin hafði skilað áliti sínu og var það sent öllum ráðherrum í ríkisstjórn. Fékk það góðar viðtökur, en svo stóð þá á, að komið var að þinglokum og óhugsandi að fá afgreitt nýtt frumvarp um sjónvarp. Það þurfti að vísu ekki almenna heimild til að koma á fót sjónvarpi, til þess dugði útvarpslöggjöfin, þótt gömul og ófullkomin væri, samkvæmt þeim skilningi, að útvarp væri bæði hljóð- varp og sjónvarp. En það varð ekki komizt lijá sérstökum lagaheimildum til að nota tolltekjur af sjónvarpstækjum í þágu hins væntanlega, ís- lenzka sjónvarps. Nú komu að góðu hakli ráð, sem gamlir þingmenn stundum kenna ungurn. Þingið var langt komið í meðferð á frumvarpi að nýrri toll- skrá, og heillaráðið var að liengja sjónvarpið aftan í tollskrána. Það var raunar ekki svo langsótt, því að ráðstöfun á tolltekjum af sjónvarps- tækjum var kjarni málsins. Þessi hugmynd var borin undir ráðherra, fyrst Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra og síðan Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Fékkst samþykki allrar ríkisstjórnarinnar, og varð að ráði að gera á síðasta snúning þá breytingu við tollskrána, að ríkisstjórninni skyldi heimilt að ákveða, að aðflutningsgjöldum af sjónvarpstækjum og hlutum í þau mætti verja til stofnkostnaðar sjónvarps. Þegar hin nýja tollskrá varð að lögum, hafði verið lagður fjárhags- legur grundvöllur að íslenzku sjónvarpi. Án þessa ákvæðis, sem stendur í tollskránni væri ekkert íslenzkt sjónvarp. Nú komst loksins skriður á málið. Skömmu eftir þinglok tók ríkis- stjórnin þá ákvörðun að notfæra sér þá heimild, sem sett hafði verið í tollskrána. Skyldu aðflutningsgjöld af sjónvarpstækjum frá og með 1. júlí renna til stofnkostnaðar íslenzks sjónvarps. Eftir að þessi ákvörðun liafði verið tekin, gaf menntamálaráðherra Ríkisútvarpinu fyrirmæli um að hefja „... þegar undirbúning að því að koma sem fyrst á laggirnar íslenzku sjónvarpi.“ í sama bréfi var heimild fyrir ráðningu fyrsta starfsmanns sjónvarpsins, sem varð nokkrum vik- um síðar Pétur Guðfinnsson, þá starfsmaður Evrópuráðsins í Strass- bourg, og hefur hann verið framkvæmdastjóri sjónvarpsins til þessa. Nú hófst hinn virki undirbúningur, og er ekki ástæða til að rekja hann ítarlega á jiessum vettvangi. Húsakynni voru valin, gert samkomu- lag við útvarpsstofnanir hinna Norðurlandanna um veigamikla tækni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.